<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 13, 2006

Long time no C! 

Hæhæ! Vá, hvað það er langt síðan síðast!! Málið er bara að í þau skipti sem ég kemst í tölvu, er ég oftast í heimsókn einhversstaðar, svo ég kíki bara rétt á hotmailinn og kannski tvær aðrar síður sem mig hefur langað að kíkja á í viku, eða eitthvað.. Síðan.. þegar maður bloggar svona sjaldan, þá getur maður einhvernveginn ekki sagt allt sem manni langar til að segja, því fólk á okkar aldri hefur mjög stutt "attention span" svo hvert blogg má ekki vera of langt. Allavega.. ég flutti inn til Egils í desember.. var búin að búa þar meira og minna í þrjá mánuði en flutti ekki formlega inn fyrr en þarna í des. með allt draslið mitt, því þá flutti strákurinn sem var að leigja með Agli loksins út. Við skötuhjúin erum voða happy í litlu kjallaraíbúðinni okkar. Reyndar á ég eftir að búa ein í rúman mánuð, því að Egill er að fara til Bretlands að túra með hlómsveitinni sem hann er í, núna í lok mánaðarins. Mig langaði ógeðslega að kíkja út, þó ekki væri nema yfir helgi, en við ákváðum að við ættum ekki efni á því. Svo kom það í ljós bara núna á föstudaginn að það verður bara borgað undir okkur kærusturnar til að koma í nokkra daga og heimsækja þá, svo ég er að fara til Englands einhverntímann í apríl! Gaman gaman.. hef aldrei komið þangað áður. Þeir koma svo heim líklega 1.maí, sem er eins gott, því að við eigum árs-afmæli 4.maí. Míns væri nú ekki alveg sátt ef hann væri ekki einu sinni á landinu til að fagna því með mér! Síðan er sumarið algjörlega óráðið.. Mig langar að sjálfsögðu til Danmerkur en það er óvíst að ég komist.. Egill er kannski að fara til Kanada og Færeyja í sumar, og kannski fæ ég að fljóta með, svo það er bara stuð að eilífu. En þangað til næst.. Passið ykkur á bílunum.

laugardagur, september 24, 2005

Klukk! Þú ert´ann! 

Ætlunin hefur verið að blogga í langan tíma, en einhvernveginn endar það alltaf þannig að ég les bara nokkur blogg og fer svo úr tölvunni. Þetta skiptið virtist ætla að ganga á sama veg. Hinsvegar kíkti ég á bloggið hans Atla áðan og þar skoraði hann á mig, eða "klukkaði mig". Ég á semsagt að setja inn fimm staðreyndir um sjálfa mig og "klukka" svo nokkra aðra. Að sjálfsögðu tek ég þessu og þó ég viti reyndar ekki hversu áhugavert þetta mun þykja þá eru staðreyndirnar eftirfarandi:


fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Hola amigos! 

Góðan daginn, gleðileg jól! Hva seist? Spánn var bara schnilld! Þó að maturinn í mötuneytinu hefði reyndar alveg mátt vera betri, þá bætti rauðvínið hann upp. Kellingarnar sem unnu þar voru hressar.. Alltaf voða glaðar að sjá okkur ljóshærðu stelpurnar, en voru helst til leiðinlegar við spanjólalúkkalækið okkar, hann Svenna greyið. Kallinn sem tók við diskunum horfði reyndar alltaf á mig eins og hann vildi myrða mig, enda flýtti ég mér alltaf að henda bakkanum í hann og hlaupa upp. Mótið var alveg ágætt.. morgnarnir að minnsta kosti. Herra Malcolm Goldring var bara yndi. Okkur leist hins vegar ekki alveg eins vel á forngripinn/skjaldbökuna/galdrakarlinn/vampýruna hann Laszló kallinn. Hann var alltaf að böggast út í okkar fólk. Gaurinn sem bauð okkur þangað, Joseph Prats er algjört krútt. Geðveikt góður kall eitthvað. Toppurinn á ferðinni að mínu mati var samt lokasýningin í Port Aventura og dagurinn í Barcelona. Sýningin í Port Aventura var geeeeðveik. Ég táraðist alveg. Dagga spurði mig hvort hún væri komin til himna.... Þangað verð ég að fara aftur. Ég ætla líka aftur til Barcelona, ekki spurning. Helst sem fyrst. Sá dagur byrjaði reyndar ekki vel, þar sem ég fékk óvænta, óvelkomna sendingu, sem setti mig alveg útaf laginu. Sendingin reyndist svo sem betur fer hafa lent í röngum höndum og var komin á sinn stað fyrir hádegi, þar sem hún var vel þegin. Þið vitið hvað ég er að tala um þið sem voruð þarna.. Annars var þetta æðisleg ferð í alla staði og krakkarnir í kórnum eru bara snillingar. Ég er farin að sakna þeirra.. vona að sem flestir þeirra verði á Hansen í kvöld.. Þarf líka að fara að heyra í henni Sigrúnu minni sem ég kynntist mjög vel í ferðinni. Annars eru nokkrir hlutir sem ég mun minnast sérstaklega frá þessari ferð og þar á meðal eru: ...Marta að tala um stráka í skemmtilegum hlutföllum, ....Ælulyktin á ganginum eftir Jón Þór. ....Sjígó tæm hjá Evu ....Sangría og trúnó með Sigrúnu ...Riddarinn rauði, hann Einar. ....Fólk innan kórsins að byrja saman hægri, vinstri ....Hrafnhildur að tala um partykillerinn púkalega. ....Hildur að worka tanið ...Laszlo og spænsku tölurnar ....Malcolm að taka Zoolander ....Perralegi Portúgalinn að spyrja Gerði hvort hann ætti að nudda hana. ....Perralega Portúgalinn að nudda hollensku stelpurnar ...Eintómt kampavín í lokapartíinu, afþví að bjórinn var búinn.. mæli ekki með því ....Hárklútarnir og bleiku peysurnar.. O.fl o.fl... Hlakka til að fara með filmurnar í framköllun!


mánudagur, júlí 04, 2005

Huuuuumar.. bá bá bá bá bá bá... 

Tætum og tryllum og... Vááá hvað það var gaman um helgina!!! Hef sjaldan skemmt mér eins vel. Er reyndar ónýt í maganum, því ég átti til að gleyma að borða.. Borðaði eina humarloku á fimmtudaginn, eina humarsúpu í brauði á föstudaginn og eina humarloku á laugardaginn. Lítið annað og gott ef ekki neitt þess á milli.. Það var djammað og djúsað eiginlega allan tímann. Ég ætla pottþétt næsta ár! (Ef mér verður hleypt inn fyrir bæjarmörkin..) Skemmtilegt fólk, fallegur staður, skemmtileg böll og skemmtileg partý.. Vinir hennar Kibbu eru snillingar, allir með tölu og bara Hornfirðingar almennt fannst mér. Hugsa að ég fljúgi samt næst.. nenni ekki að keyra svona lengi. Ohh.. ég er strax farin að hlakka til næstu hátíðar..!!! Annars er það að frétta að ég byrja í sumarfríi næsta mánudag og fer út til Spánar með kórnum miðvikudaginn í næstu viku... Það styttist óðum í þetta.. Gúlp! Langar einhvern að kaupa klósettpappír eða kaffi???? Svo ég þurfi ekki að borga tugi þúsunda til að komast út :)

mánudagur, júní 27, 2005

Hmm..? 

Mar verður greinilega að fara að blogga á central.is.. Ætli "blaðið" fái leyfi að birta þetta drasl sem að fólk er að skrifa? Mér finnst ótrúlega fyndið hvað "Sylvía Nótt" er búin að vekja mikla athygli. Og líka ótrúlegt að sumt fólk er ekki alveg að fatta að þetta sé leikið. Hugsa samt að flestir séu búnir að því núna.. Þessi stelpa var með mér í árgangi í Víðó og hún heitir EKKI Sylvía Nótt, heldur Ágústa. Mjög fín stelpa í alla staði. Mér finnst frekar fyndið að sjá hana í svona gellufötum og allt það alveg í gegn, því að hún var allavega svona MH týpa þegar ég þekkti hana. Enívei.. ég fór á árshátíð kórsins í fyrradag.. Mjög fínt í Þrastarheimilinu og góður matur. Dró kallinn náttúrulega með mér og fannst soldið fyndið að nokkrir krakkarnir þekktu hann strax úr hljómsveitinni sem hann er í. Dúllan mín er frægari en ég vissi.. Síðan fórum við í bæinn og fundum engan sem við þekktum, plús það að ég gleymdi veskinu mínu á árshátíðinni, en sem betur fer var Hjördís með okkur í leigubíl og hún lánaði mér pening. Við löbbuðum upp og niður Laugaveginn.. niður á Austurstræti og ég fór á klósettið á Café Amsterdam og svo tókum við leigubíl heim. Jey... Annars er mest lítið að frétta.. 16 dagar í Spánarferðina... Lítið annað.. Fór að leita að bikini í dag, en fann ekki neitt. Svo er þetta ekkert smá dýrt!!! Kostaði um níuþúsundkall eitthvað flott.. Svo er það Humarhátíðin næstu helgi. Hlakka til.. ójá!

laugardagur, maí 28, 2005

Jahér!! 

Ojj.. sit og horfi á "það var lagið" og afhverju.. , já AFHVERJU var Auddi fenginn í þetta??? Maðurinn getur ekkert sungið! Sveppi er þó illskárri.. hann heldur lagi. Hefði frekar viljað sjá Leoncie taka Radio Rapist. En talandi um stjörnur, þá skellti ég mér á Aroma í gær með nokkrum félögum. Skapti Dj (bekkjabróðir í sex ár) var að spila og bauð mér m.a.s. upp á bjór for old times sake. En já.. stjörnur.. Hebbi Guðmunds var staddur á Aroma og að sjálfsögðu vatt ég mér upp að honum og kynnti mig, enda búin að vera í nokkrum partýum fyrir einhverjum árum síðan hjá bræðrum mínum með kjaaallinum. Hátindur söngferils míns var einmitt í einu af þessum partýum, þegar ég tók bakraddir í Can´t walk away meðan hann spilaði það á kassagítar. "No no no no...!" Að syngja fyrir kall drottningarinnar í Danmörku var ekki neitt miðað við þetta! Eftir að ég var búin að segja honum hvar ég hefði hitt hann, sagði hann "já, ég man núna eftir þér! Þú hefur breyst.. til hins betra.." Jamm jamm.. Gaman að heyra. Um hálfþrjú-leytið dró ég Ásgerði yfir á Hansen til að heilsa uppá Gumma og Sunnu. Þau voru bara tvö eftir þar inni, svo við lokkuðum þau yfir á Aroma, enda búnar að lofa að koma aftur. Þar tókum við einn bjór og svo var bara haldið heim á leið. Semsagt.. bara rólegt kvöld í firðinum. ...Ferlega fínt að geta setið frammi með kjöltu-toppinn og bloggað meðan maður glápir á imbann. Þarf ekki einu sinni að standa upp til að fara í tölvuna.. Já maður verður alltaf latari og latari..

sunnudagur, maí 22, 2005

Jæja þá.. 

Hæbb! Danmerkurferðin var æðisleg! Svo gaman að hitta alla aftur!! Þó að sumir hafi reyndar ekki þekkt mig fyrst með stutt hár.. hehe. Ég kom á fimmtudaginn 12. og verslaði slatta.. hitti svo Svövu mína og fór heim til hennar með farangurinn. Um kvöldið kom Bergdís og við fórum á kaffibar sem hetir cafe Castro. Á föstudeginum héldum við Svava svo í bæinn og versluðum meira.. Um kvöldið fór ég svo í bæinn með Bergdísi og 45 ára indverskum vinnufélaga hennar sem heitir Raj. Bara nokkuð hressandi kvöld. Á leiðinni á barinn hitti ég Vigni, sem var að leita að Lalla sínum. Við ákváðum að hittast daginn eftir sem við gerðum og þá var verslað ennþá meira. Síðan kom Svafa vinkona hans og hitti okkur, og svo Svava vinkona mín. Síðan kom Lalli og við fórum fjögur á Tapas bar, því að Svafa þurfti að fara á hljómveitaræfingu. Við Svava pöntuðum okkur paellu.. nammi namm.. Um kvöldið kíkti ég síðan á øresunds kollegie á tónleika hjá Hekkenfeld og hitti kórkrakkana. Tveir sem eru í kórnum eru að spila í hljómsveitinni, sem var bara þrusuþétt. Ég gisti svo hjá Hrafnhildi í herberginu sem ég framleigði af henni seinasta sumar. Við áttum að mæta í Íslendingamessu klukkan tólf daginn eftir til að hita upp og messan byrjaði klukkan eitt. Ég ætlaði að vakna snemma og fara heim til Svövu að skipta um föt, en það vildi ekki betur til en svo að við rumskuðum klukkan tólf og það endaði á að við tókum leigubíl í kirkjuna og hlupum inn á meðan var verið að hringja kirkjuklukkunum. Messan tókst þó nokkuð vel miðað við ástand kórfélaga!!! Um kvöldið fór ég svo á djammið með Svövu, Bergdísi, Maggý vinkonu hennar, sem var í heimsókn frá Íslandi, Raj og Nataliu.. rússneskri stelpu sem leigir hjá honum. Hún var frekar lokuð framan af kveldi en eftir nokkur glös af vodka varð hún aðeins hressari og tók m.a.s. karókí á Sam´s bar. Jibbí kóla!! Mánudeginum eyddum við Svava svo heima allan daginn og Bergdís kíkti aðeins um kvöldið. Á þriðjudaginn kláraði ég að pakka og fór svo á flugvöllinn. Þetta var ótrúlega fín ferð, þó ég hafi saknað krúttsins míns soldið mikið. Yup! Ég náði mér nefnilega í gæja í óvissuferð póstsins þ.4.maí. Hann er sætasti, besti og skemmtilegasti strákur í geimi... Þannig að míns er bara súperhappy þessa dagana. Vona að þið öllsömul séuð hamingjusöm líka. Jamm jamm.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?