<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 11, 2002

Um daginn var ég að reyna að finna eitthvað í útvarpinu til að hlusta á, en það er varla hægt eftir að norðurljós gleyptu Jazz 97,7 og skoluðu henni niður með Vanilla Coke og fokkuðu upp útvarpi Sögu. Mér til mikillar ánægju og furðu, fann ég nýja stöð sem heitir Íslenska Stöðin 91,9 . Þetta var á miðvikudaginn eða fimmtudaginn seinasta og ég var sérstaklega ánægð að heyra jólalög og eina langa skemmtilega jólasyrpu með remix-i af Nei, nei, ekki um jólin o.fl. Ég hlustaði á þessa stöð allan daginn og síðan hef ég eingöngu hlustað á þessa stöð þegar ég kveiki á útvarpinu, og sagt mörgum frá þessari stöð og fólk er reyndar á mismunandi skoðunum um að það sé farið að spila jólalög, en flestir verða nú spenntir við að heyra það. Málið er bara að ég hef ekki heyrt jólalög aftur eftir þennan dag, en það er nú samt alveg æðislegt að geta aftur hlustað á íslensk lög og BARA íslensk lög í sérdeilis prýðilega góðum fíling. Áfram Íslenska Stöðin 91,9 !!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?