<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 17, 2002

Jæja.. nú eru að verða ár og dagar síðan ég skrifaði síðast, en í millitíðinni hefur mikið og margt gerst. Þ.á.m. komst ég á þrítugsaldurinn þ.8. des. , Sveinn Þráinn bróðursonur minn varð 5ára þ.10.des. og tóta , mín kæra vinkona varð 22ára þ.12.des. Þið verðið bara að afsaka hvað það er langt síðan ég skrifaði, því ég hef verið upptekin af að gera ekki neitt. Ég hef því miður ekki fundið vinnu ennþá og það eru að verða komnir fjórir mánuðir síðan ég hef unnið. :( Og ég á ENGAN pening.. ekki krónu með gati! Frjáls framlög eru vel þegin. Eða ennþá betra.. ef þið getið reddað mér vinnu einhversstaðar! Samt ekki á elliheimili, því ég er búin að fá nóg af þeim. En allaveganna.. mætið endilega á tónleikana hjá Kórum Flensborgarskóla og Kvennakór Hafnarfjarðar á fimmtudaginn í Víðistaðakirkju! Og ef þið ætlið, skuluð þið drífa ykkur að kaupa miða á Súfistanum í Hafnarfirði, því það er að verða uppselt. Adíos amigos! Hasta luego!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?