<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 28, 2002

Úff.. nú er árið bara að verða búið... and what have I accomplished.. NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT.. Fór reyndar til Spánar og á líklega eftir að muna eftir því um aldur og ævi.. en að öðru leyti á þetta ár að öllum líkindum eftir að falla í gleymskunnar dá.. Nema kannski fyrir utan það að ég hef notið þeirrar ánægju að gera nokkra kunningja að vinum. Ég get þó verið þakklát fyrir það að ekkert slæmt hefur gerst á árinu. Öllum í fjölskyldunni hefur heilsast vel og þannig.. En núna á mánudaginn verður yngsta krúttið í fjölskyldunni, hún Edda Sóley bróðurdóttir mín 1árs og þá förum við mamma með tríóið (Svein Þráin 5ára, Helgu Rós 2ja ára og Eddu Sóleyju) á jólaball í vinnunna hjá pabba. Það er því miður af sem áður var, þegar Svanhildur Jakobsdóttir söng með undirspili Ólafs Gauks og jólasveinarnir voru ekta(manni fannst það a.m.k.), en ekki einhverjir gaurar að spila, sem eru með mömmu og pabba í kór, og unglingar í mútum að þykjast vera yfir 100ára gamlir. Ofussumsvei... Það var miklu skemmtilegra á þessum böllum þegar Samvinnutryggingar Hf., voru við lýði.. áður en þeir sameinuðust VÍS.. og nýjasta tíska var alltíeinu að syngja í seinasta erindi "Gekk ég yfir sjó og land" Ég á heima á VÍSlandi, VÍSlandi, VÍSlandi, ég á heima á VÍSlandi, VÍSlandinu góða.... en það er nú svona.. tímarnir breytast og söngvarnir með.. ég ætla að fara og taka könnuna af stólnum og fara í staðinn upp á hól að kanna... bless í bili!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?