<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 17, 2003

Hæ og hó kæru landsmenn! Ég er alveg slatti ánægð í augnablikinu því ég var að vinna disk og bíómiða á Popptíví rétt áðan. Þurfti reyndar að gera mig að fífli í staðinn, en who cares? Maður átti semsagt að senda Heiðari Austmann, umsjónarmanni Pikktíví sms með lagi sem maður væri til í að syngja til að vinna disk og tvo miða í bíó á 8mile. Hann sagði að því fáránlegra sem lagið væri, því frekar myndi hann hringja.. svo ég sendi "söngur súkkulaðiprinsessunnar" af plötu með Glámi og Skrámi. Og viti menn! Það leið ekki á löngu þangað til að litli englabossinn hringdi. En hann kannaðist ekkert við þetta lag.. sem að ég skiiiil ekki, því að ég hélt að allir krakkar sem eru fæddir frá svona ´75 til ´84 hefðu nú heyrt þetta. En anyway.. ég söng blessað lagið.. tók karakterinn og allt og fékk, eins og áður sagði disk og bíómiða í staðinn. Og er bara nokkuð sátt. :) Jamm jamm.. hvernig er hægt að vera svona mikið krútt eins og gaurinn er??? Alltaf hress og kátur með spékoppana sína og brosir framan í landann. Hmm.. ég held að ég sé að fá eitthvað gelgju-flashback hérna. Ætla að kveðja ykkur í bili og reyna að losna við þetta..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?