<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Jæja.. ég hef orðið fyrir hópþrýstingi.. Það eru allir að tuða í mér um að ég verði að vera duglegri að blogga! Þessi manneskja er reyndar hlóðlátari en aðrir og hefur einfaldlega sett mig í lista á síðunni sinni sem "Aumingjablogg", takk fyrir! Jæja.. en þó er góð hlið á þessu.. það sést að fólki er ekki sama um mig, sem betur fer. En jájá.. lífið gengur sinn vanagang hjá mér.. kóræfingar með reglulegu millibili og þannig.. við erum líklega að fara að æfa alveg dúndurlag, sem þið getið heyrt hérna ef þið klikkið á "hallgatás" , sem ég býst við að þýði að hlusta á tékknesku, eða hvaða tungumál sem þetta er, í þriðju neðstu línunni. Alveg hreint brilliant! Jamm og já.. ossa fínt! Síðan fékk ég bréf um daginn sem var um Reunion ´82 árgangsins í Víðó, eða endurfundi eins og það myndi víst kallast á því ástkæra ylhýra.. Mikið hlakka ég til!!! Ég er reyndar búin að hitta flesta einhverntímann á þessum fimm árum síðan við útskrifuðumst úr 10.bekk, en þó eru nokkrir sem maður hefur ekkert séð. (Reyndar man ég ekki hverjir það eru, en það eru ábyggilega einhverjir). En leiðum talið að öðru... Mikið er Íslendingabók mikil snilld. Það finnst mér a.m.k. Ég er búin að skoða hvernig ég er skyld flestum sem ég þekki. M.a. er ég búin að komast að því að Guðlaug og Óli Kolbeinn áttu langömmu, sem var systir langafa míns, svo að við erum fjórmenningar.. og ég og Hrafnhildur (Blomsterberg) erum fimmmenningar (haha, fyndið orð á prenti, sjaldan sem maður sér þrjú "m" saman : nördahúmor dauðans) o.fl., o.fl. En nú held ég að það sé komið nóg í bili. Ég tjái mig eitthvað meira bráðlega. Thanx 4 listening! Elvar hefur vinstri bygginguna, eða "Elvis has left the building".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?