<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Hey y´all! Góðan og gleðilegan dag öllsömul! Mig langar til að þakka Atla fyrir það sem hann skrifar á síðuna sína um að vera sammála mér með tónleikana. Ég er búin að vera að bögglast við að setja lagið á midi, en það gengur frekar erfiðlega. Ég syng það bara fyrir þig í kvöld á æfingu, Atli :) Mörg ykkar hafa efalaust tekið eftir að seinast skrifaði ég mig undir sem Sandy Swanson. Fyrir þá sem ekki vita, langar mig að útskýra afhverju. Ef ég myndi þýða Sunna yfir á ensku, þá myndi það líklega verða Sunny.. en einhverntímann var ég eitthvað að djóka við vini mína með að þegar ég yrði fræg og rík útí Hollywood, þá myndi ég breyta nafninu mínu, svo kanarnir gætu sagt það. (Ég meina..ef kani myndi lesa Sunna Sveinsdóttir með bandarískum hreim, þá myndi það líklega koma út sem "Söna Svænsdotur" eða eitthvað álíka!) Fyrst átti það að vera Sunny Swanson, en mér fannst það ekki hljóma nógu vel og breytti því í Sandy Swanson. Mýu fannst þetta víst svona fyndið, svo að hún byrjaði að kalla mig Sandy upp á djókið. Síðan hefur þetta nafn öðruhverju skotið upp kollinum, og mér er bara farið að líka það ágætlega. Að lokum langar mig að biðja ykkur um að heimsækja heimasíðu fyrirmyndar minnar. Konu sem ég hef lært af og virt, frá því í vöggu. Svona ætla ég að verða þegar ég er orðin stór! www.sandyswanson.com

mánudagur, febrúar 24, 2003

Sæl öll! Í gær sungum við í Kór Flensborgarskólans á tónleikum í Hásölum, ásamt þremur öðrum kórum. Hinir kórarnir voru Kammerkór Hafnarfjarðar, Þrestirnir og Kór Öldutúnsskóla. Ég verð nú að segja það, að þó þetta hafi verið gott framtak, þá hefur mér aldrei leiðst eins mikið að syngja á tónleikum. Það voru aðeins um 40 gestir á staðnum! Ég hef reyndar lent í því verra.. en þetta var einhvernveginn bara svo leiðinlegt. Kórarnir hittust ekkert fyrir tónleikana og svo var endað á að allir sungu "Þú hýri Hafnarfjörður" saman og það var ekkert raðað í raddir eða neitt. Ef ég hefði skipulagt þetta, þá hefði ég í fyrsta lagi haft ókeypis inn á tónleikana. Sérstaklega þar sem allir þessir kórar eru nýbúnir að fá styrk frá bænum.. þess vegna hefði verið sniðugt að hafa þetta ókeypis til að fólk gæti komið og hlustað á hvað bærinn er að styrkja. Síðan hefði líka verið allt í lagi að syngja einu sinni yfir sameiginlega lagið, áður en það á að flytja það fyrir áhorfendur. Gengur kannski betur næst! Sameiginlega lagið "Þú hýri Hafnarfjörður" er löngu komið til ára sinna.. þó ekki sé nema titillinn. Þó að þetta sé eftir "föður tónlistar og íþrótta í Hafnarfirði" , Friðrik Bjarnason.. þá er þetta bara lúðrasveitarlag. Það er a.m.k. ÖMURLEG alt-línan í þessu. Sami tónninn meira og minna í gegnum allt lagið. Úff.. ég fæ illt í hálsinn við að hugsa um það! Mér finnst tími til kominn að taka til greina annað mjög fallegt lag sem ég söng á kóramóti niðrí Hafnarborg þegar ég var svona 8 eða 9ára. Mig minnir að mótið hafi verið kallað Söngvaflóð og það voru flutt nokkur lög eftir frænda minn, Ólaf B. Ólafsson, þ.á.m. lag um Hafnarfjörð sem hann samdi bæði lag og texta við. Ég get náttúrulega ekki lýst laginu svona á prenti, sem er mjög falleg melódía, en textinn er svona: Frá Hamrinum lýt ég Hafnar-yfir fjörðinn, á hraunbyggð og trjágarð, það gleður augu mín. Og morgundögg perlar við grasi gróinn svörðinn, sem huggöfug lífssál, er nærir börnin sín. Frá Hamrinum lýt ég Hafnar-yfir fjörðinn, og Hörðu- á völlunum leika lítil börn. Já þar niðri´ á grundinni unir æskuhjörðin, við andanna vorklið frá bæjarlæk og tjörn. Viðlag: Við hraunstallamosanum brosir blessuð jörðin og söngbarmur þrastanna ómar allt um kring. Frá Hamrinum lýt ég Hafnar- yfir fjörðinn, sé höfnina vakna af værum næturblundi´ En trillur og sjófuglar hylla bárubörðin, í vélbát á útstími heyrist góða stund Viðlag: Á bryggjunni bílkrani stoltur stendur vörðinn, og svo lifnar mannlíf á götunum í kring. Lokastef: Ó fjörður, minn fjörður, svo vel af Guði gjörður. Þú gæfuspor reyndist mér kæri Hafnarfjörður. Mér finnst þetta mjög fallegur texti og ekki er lagið verra, svo út með það gamla, inn með það nýja. You go Óli frændi! Bless í bili! Sandy Swanson.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?