<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Jæja.. kominn miðvikudagur.. að hugsa sér..! O sei sei.. Helgin fór í lítið.. var að vinna á Broadway bæði fös. og lau., sem var reyndar mjög gaman. Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef verið í. Á föstudaginn var ég inni í Ásbyrgi að þjóna starfsfólki Flensborgar og Iðnskólans í Hfj. Sem var mjög fyndið, þar sem ég hef verið í báðum skólunum. Ég bjóst nú við meira fylleríi og skandal, en þetta lið hagaði sér eins og englar. Síðan á laugardaginn var ég að vinna í gini ljónsins.. nebbla á lokahátíð landsfundar sjálfstæðismanna. Ég var nú ekki ánægð þegar ég frétti það, en fólkið var bara fínt, enda manneskjur eins og við hin.. bara með aðrar skoðanir en ég.. Það fyndna við þetta var að þetta var, held ég í þriðja, eða fjórða skipti sem ég sé Tómas Inga Olrich í persónu seinustu tvær til þrjár vikurnar... Var að syngja uppí skóla um daginn, þar sem honum var boðið og svo held ég að hann hafi verið á styrktartónleikunum í Hallgrímskirkju og svo afgreiddi ég hann á laugardaginn.. Hmm.. og ég sem hafði ekki hugmynd um hver væri menntamálaráðherra fyrir nokkrum vikum! (Ég ætla að afsaka fáfræði mína, með því að ég er ekki í skóla, svo gaurinn hefur ekkert komið mér við) Síðan var ein stelpan sem ég var að vinna með svo sæt að bjóða okkur sem vorum að vinna þetta kvöld í eftirvinnu-partý. Það mættu svona um tíu krakkar.. enda var þetta um fjögur-leytið, eftir 10 tíma vakt. Síðan keyrði einn strákur í partýinu, flest okkar heim. Ég var komin heim um svona hálf-átta. Svaka stuð! Síðan er ég að fara á árshátíð á mánudaginn með vinnunni.. Ég ætlaði ekki að fara, svona afþví að ég er svo nýbyrjuð, en langaði samt og var sagt að ég ætti einmitt þess vegna að mæta. Til að kynnast fólkinu. Ég hlakka alveg slatti til. Ég ætla að vona að ég verði losnuð við hálsbólguna sem ég fékk í gær, afþví að ég þurfti að bíða úti í Hellisgerði í heillangan tíma. Hrafnhildur kórstjóri ákvað nefninlega að vera með 1.apríl gabb og láta okkur mæta klukkan sjö í Hellisgerði og hringdi svo rúmlega hálf-átta og sagði okkur að koma upp í skóla. Mér fannst þetta full-gróft og ákvað að láta ekki fara svona með mig og labbaði heim. Það hefði ég ekki átt að gera, því þetta virðist ætla að draga einhvern dilk á eftir sér. Allt í pati. Ég hef vanist á að ef maður ætlar að vera með aprílgabb, þá verður það að vera þ. fyrsta, en það var hringt í okkur daginn áður og okkur sagt að mæta þarna. Síðan hefði ég haldið að það mætti segja um leið og maður er kominn á staðinn að þetta væri gabb, en ekki að láta mann bíða. Ég beið úti í svona tíu-fímmtán mínútur, en fékk að hanga inní bíl hjá Fridu restina af hálftímanum. Ég náði ekki að borða, því að maturinn var ekki tilbúinn klukkan sjö, þannig að ég var svöng og mér var kalt og fór heim. Mamma og pabbi voru hissa á að nokkur hafi mætt á æfinguna. En þannig er það nú að ég sit og drekk te og sólhatt og bryð hálsbrjóstsykur. Var nýkomin úr sturtu með rakt hár ennþá og alles, plús að ég hef verið með pínu kvef seinustu tvær vikur, en þetta gerði útslagið. Voða fyndið, haha!.. eða þannig..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?