<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 19, 2003

Hmm.. langt síðan ég skrifaði síðast.. Mig langar að byrja á að óska Magnúsi bróður til hamingju með 35ára afmælið þ.4 apríl, pabba til hamingju með 59ára afmælið þ. 14. og Bryndísi til hamingju með nítján ára afmælið þ. 16. Árshátíðin á Broadway þ. 7. var hreint brilliant! Hef sjaldan skemmt mér eins vel. :) En snúum okkur að öðru... Mikið hræðilega er íslenskt sjónvarpsfólk orðið mikið "sellát"! Ég tek nú bara sem dæmi þessar ógeðslegu bílaauglýsingar sem Kolla og Hálfdán í djúpu lauginni leika í. Ég kúgast í hvert skipti sem ég sé þetta, sem er svona þrisvar á kvöldi. Síðan eru strákarnir í 70mín. að auglýsa kringluna fyrir fermingarbörn. Þeir virðast þó hafa smá húmor fyrir þessu, þar sem auglýsingarnar virðast vera hallærislegar viljandi, eða svo sýnist mér. Um daginn hélt ég þó að mér myndu detta allar dauðar lýs, þegar ég heyrði auglýst í útvarpinu að Sveppi og Auddi myndu vera milli 12 og 4 í málningardeild einhverrar byggingarvöruverslunnar að hjálpa fermingarbörnum að velja lit á herbergið sitt! Kommon! Ég vissi ekki að fólk gæti lagst svona lágt, a.m.k. þarf það þá að byrja á að grafa holu til að leggjast ofan í. Enívei.. þessa dagana er ég algjörlega húkkt á Pictionary á netinu. Þetta er svona síða sem maður skráir sig inná og svo fer maður inn á sérdæmi sem maður velur sér.. ég er oftast inná movies herberginu. Bara snilld. Síðan er líka hægt að spjalla á meðan. Kom einhver inn um daginn sem sagðist vera litla systir Britney Spears, Jamie og eitthvað voða.. ég spjallaði við hana í svolitla stund. Er frekar viss um að þetta hafi bara verið einhver rugludallur, en hver veit.. Hún sagði að hún hefði ætlað að gefa út einhver lög, en Britney hefði bannað það og eitthvað ble... slóðin er www.isketch.net tékk itt át.. ég er farin að leita að djammi.. langar soldið á Broadway.. Í svörtum fötum eru að spila með Páli Óskari.. viltu vera memm??? ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?