<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 22, 2003

...Sá áðan mjög skemmtilegt blogg. Ég held að þessi gaur hafi verið í FB, þá einu og hálfu önn sem ég vandi komur mínar þangað. Heitir Jói og var í skemmtinefnd, eða íþróttaráði, eða eikkva solls. Allaveganna.. þá rakst ég á einn póst, þar sem hann er að tala um mömmu sína, og sprakk úr hlátri.. ... ég er að spá í að spyrja mömmu hvort hún eigi nokkuð systur sem ég viti ekki um... ........Eitt sinn lá ég veikur upp í sófa heima horfandi á sjónvarpið. Móðir mín átti leið framhjá og því greip ég því tækifærið og bað hana um að kveikja á videoinu og þar með forða mér frá þeirri kvöl að standa upp. Boðin og búin vildi hún gera allt til aðstoða sjúklinginn og slökkti á afruglaranum, var bara ekki alveg með á hreinu hvort tækið var hvað....... ...... Svo var það nú um daginn að ég kem heim í musterið og það fyrsta sem ég heyri er að videoið sé bilað. Móðir mín hafði þá ætlað að horfa á spólu en ekkert hafi gerst í videoinu þó svo að hún hafi hamast á öllum tökkunum. Þegar ég fer að athuga málið hafði hún samviskusamlega prófað alla takkana nema þann sem setur spóluna í tækið....... .....en hey, maður hlýtur að elskana....... Ef þið viljið sjá fleira sem Jói hefur skrifað, þá klikkið þið hérna Túrilú!

Eyvi undrabarn setti hjá sér hlekk, á síðu sem greinir nafnið manns. Hans greining er nú bara nokkuð rétt, en mín er algjört bull: Your name of Sunna has given you a capable patient, responsible nature with a talent for accounting, computers, and similar fields. (Hahh! bókhald? Ég gæti ekki verið verri í stærðfræði og öllu sem lýtur að henni) You plan ahead giving careful consideration to detail. (ok.. ég veit ekki betur en ég lifi algjörlega í núinu) Your home and family are important to you. You have the ability to be an excellent homemaker and mother, (Hmmooaahh..!!! Við erum að tala um gellu sem þarf uppskriftabók til að elda hafragraut og sjóða hrísgrjón og kartöglur! ) or a teacher, as you appreciate people and know how to make them feel at ease, but you are inclined to worry over your responsibilities. (já, einmitt.. ég er mjög áhyggjufullur karakter) You enjoy a daily routine and settled conditions, once you have found a comfortable niche in life. You resist changes until you have examined an idea in detail and until all facts fall into place.(ef mér dettur eitthvað í hug, þá GERI ég það!) If you have to make a change, it is not easy to do so happily. You do not readily change your ideas unless you are thoroughly convinced that you must. (Ok, pínu satt) Any weakness in your health would show in your intestinal tract causing constipation and related difficulties (yummie!) , over-stoutness, or rheumatism, although this name creates a fairly healthy nature. Eins og þið sjáið, þá á þeta frekar illa við mig.. ég á greinilega ekkert að heita Sunna! Enda var ég löngu búin að fatta að mitt rétta nafn er Sandy: The name Sandy creates a dual nature in that you can be very generous and understanding, (ekki satt?) but you can also be so candid in your expression that you create misunderstanding. ( eins og þegar ég öskraði á vinkonu mína í 7ára bekk að hún væri fífl ef hún héldi með FH, en ekki Haukum... ...meinti samt ekkert illt með því og var mjög hissa þegar hún vildi ekki leika við mig eftir það) You struggle with the requirement to soften your expression with tact and diplomacy and to consider the feelings of others. Difficulty in accepting advice or admitting that you may have made a mistake causes you to appear to be stubborn and set in your ways. (ójá, ég á mjög erfitt með að viðurkenna mistök, (enda geri ég aldrei nein ;P ) ) Thus, you have too often created the wrong impression, and friendships have suffered. This name does offer creative talent where there is the opportunity for ingenuity and originality. You have a tendency, at times, to have too many ideas on the go, and thus your efforts are scattered and many things do not reach completion. (ég á svona fjórar krosssaumsmyndir oní skúffu ókláraðar.. elsta er síðan í áttunda bekk ásamt ótalmörgu fleira) You are inclined to do to excess the things you like to do. You have very intense feelings and find it difficult to maintain stability and happiness. If you allowed it, temper and self-pity could be problems. Tension could cause nervous disorders, or centre in the head bringing weaknesses in the eyes, ears, sinuses, or teeth. Þá er það komið á hreint.. þó að ég HEITI Sunna, ER ég samt Sandy. A.m.k. sýnist mér það. Þú getur athugað hérna hvort að þú hefur nafn með rentu.

miðvikudagur, maí 21, 2003

Ég mæli eindregið með því að hleypa smá fjöri í daglegt amstur og skemmta sér við að lesa síður með mismunandi hreim. Það er hægt að gera á þessari síðu. Mjög fyndið að lesa síðu hvíta hússins með svona Jamaica-hreim, eins og hægt er að gera hérna

Ehhmm.. góðan og blessaðan daginn mín kæru! Í dag er miðvikudagur og samkvæmt planinu í gær, þá væru 15 dagar þangað til ég færi til Færeyja.. en ekki lengur.. Nú er líklega búið að fresta öllu dæminu til mánaðarmóta júlí/ágúst! Ojæja.. þá gefst mér kannski tækifæri á að fara til Vestmannaeyja áður. ...Finnst frekar fyndið að vera að fara til Færeyja, án þess að hafa komið til Eyja. En svona er það.. maður leitar langt yfir skammt.. Er ekki ennþá búin að fá vinnu fyrir sumarið.. vonast samt til að komast í sláttuflokkinn. Þeir eru bara svo helv*** seinir að svara! Svo er ég líka búin að fá tilboð að gerast au pair úti í Californiu (!!!) Er ennþá að spá í það.. þarf þá að vera komin með bílpróf áður en ég fer út... Mikið væri það brrrjálæðislega gaman... mmm.. heitt veður.. sætir strákar á ströndinni.. og ég myndi POTTÞÉTT fara til Los Angeles þegar ég hefði frí og vera áhorfandi í einhverjum þætti! Úúú... það væri sweet.. Þannig að kannski losnið þið við mig einhverntímann í sumar. Myndi samt reyna að blogga öðru hverju.. En jæja.. það þýðir lítið að hanga inni allan daginn í þessu geggjaða veðri.. ég ætla út í sólbað.. skrifa meira seinna.. skjáumst!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?