<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Í dag á fullt af fólki afmæli.. eins og alla aðra daga, en svo skemmtilega vill til að ég þekki nokkra sem eiga afmæli í dag. T.d. eiga bræður mínir, tvíburarnir Arnar og Ingvar (ég kalla hann alltaf Gumma, hann heitir Guðmundur Ingvar) 31árs afmæli og vil ég óska þeim gamlingjum til lukku með daginn. Einnig á hún Sara mín, sem þessa stundina er stödd úti í Noregi (snökt snökt) líka afmæli, en hún er orðin nítján stelpan. Þetta var fólkið sem ég þekki, en ég veit líka að systir hans Atla á afmæli og líka Auddi Blöndal í 70 mínútum, en af þættinum áðan að dæma, þá virðist hann eitthvað hræddur um að fólk gleymi afmælisdeginum sínum.. Þeir dagar sem ég veit um flesta sem eiga afmæli, eru einmitt 8.júlí, og svo sá 16., en ég þekki fjóra sem eiga afmæli þann dag. Hins vegar þekki ég bara einn annan sem á sama afmælisdag og ég, þó að flestir sem ég umgengst séu bogamenn, en þar má nefna: Mýu, tótu , Eyva, Vigni, Guðnýju, Begga og Guðjón. Ég man ekki fleiri í bili, en það eru ábyggilega einhverjir. En allavega... góða nótt! ;*

sunnudagur, júlí 06, 2003

Jahérna! Maður má varla bregða sér frá, þá er búið að breyta um forrit á blogginu og alles! Jeminn eini.. reyndar er alveg rúmur mánuður síðan ég lét síðast í mér heyra (eða sjá) og biðst ég forláts á því. Það er meira að segja svo langt að ég held að ég sé búin að segja öllum í PERSÓNU að ég sé að fara út sem au pair, en ekki látið þá frétta það á blogginu. Já.. það er satt.. ég hef ákveðið að yfirgefa landann (sko fólkið.. hef aldrei drukkið landa, maður er svo saklaus) í eitt ár og anda að mér dönsku lofti (þó ekki loftinu í Kristjaníu). Er semsagt að fara að passa 2ja og 5 ára stráka í Frederiksberg (úthverfi í Köben). Þetta verður stuuuð.. Reyndar væri næstum hvað sem er stuð, miðað við það sem ég er að gera þessa dagana uggh! Fékk vinnu á Subway að lokum. Sem betur fer, fer ég út 28. ágúst, því ég er alveg að eypa eftir tvær vikur, hvað þá tvo mánuði. Það skrítnasta við að fara út verður þó líklega fjarveran frá fjölskyldunni. Lengsti samfelldi tíminn sem ég hef verið fjarri m & p eru þrjár vikur úti á Spáni sl. sumar, og þar var ég þó með mörgum af mínum nánustu vinum. En ég þekki nú nokkra þarna úti.. á eitt stykki ömmusystur og nokkrar frænkur sem búa í nágrenni við Kaupmannahöfn og svo eru Ásdís og Oddur líka að flytja út til Århus, þannig að maður á ábyggilega eftir að skreppa til þeirra einhverntímann yfir helgi. Ég á semsagt að byrja 1.sept. hjá fjölskyldunni, en fer út fjórum dögum áður, með Framhaldskórnum, til að tralla og tjútta. Síðan fara þau heim og ég, Stísa og Oddur, verðum eftir. Það er víst búið að finna nafn á þann kór. Nos Omnes á hann víst að heita og þýðir "Við".. ótrúlega snobbað og væmið, finnst mér, en ég er ekki manneskja til að skapa öldur... Fannst miklu fyndnara að heita Kór Eldri Borgara, eða Kórinn Ómar, skiljiði.. eitthvað sem ómar, ekki nafnið Ómar.. en enívei.. Dísirnar tvær (Hjördís og Ásdís) eru þessa dagana að sníkja styrki hjá fyrirtækjum fyrir okkur, til að við, fátæklingarnir, þurfum sem minnst að sjá af skotsilfrinu okkar í flugmiða og þess háttar, heldur getum í staðinn styrkt danska framleiðslu. Borg tveggja og Bergið hans Carls. En nóg í bili.. það er drekkutími á Lava-edge, area 51. Og því kveð ég ykkur að sinni. Veriði stillt og góð börnin mín og passið ykkur á Krókódílamanninum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?