<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Laugardagur til lukku 

Blöösuð..! Á föstudaginn var, ætlaði ég á djammið, því að Stebbi og Jói voru að spila á Ara í Ögri, en fór ekki , því það voru allir eitthvað mis. Daginn eftir gerði ég aðra tilraun til að fá einhvern með mér og gekk það aðeins betur. Ég ætlaði að hitta Begga, Hjördísi og Gauja o.fl. á Ara þegar þau kæmu úr partýi. Fékk pabba til að keyra mig niðrí bæ og sá þá hvar Eyvi stóð á MR tröppunum með bræðrum sínum, þannig að þegar pabbi stoppaði bílinn fyrir framan stjórnarráðshúsið, lá leiðin auðvitað beinn til MR til að heilsa uppá kappann, því ég hef ekki séð hann síðan í apríl, þegar hann skrapp heim að syngja á tónleikum. Þar voru semsagt hann og allir þrír bræður hans. Daða og Andra þekki ég í sjón, en ég hafði ekki séð Jóa, þennan elsta (hálfbróður) áður. Ég sagðist vera á leiðinni á Ara til að sjá strákana spila og hitta liðið.. Eyvi var nú meira en lítið til í að kíkja þangað, eftir að hann væri búinn að koma yngsta bróðurnum sem hefur ekki aldur heim. Þannig að ég kvaddi og lagði af stað uppeftir. Þegar ég kom þangað voru strákarnir byrjaðir að spila, en hinir krakkarnir ekki komnir. Ég sendi Eyva sms og hann kom fljótlega með Jóa og Daða, bræðrum sínum. Sem betur fer hitti ég Eyva, því krakkarnir komu ekki á staðinn fyrr en ca. tveimur tímum eftir að ég mætti. Það var alveg brjáluð stemmning þarna! Eftir að strákarnir hættu að spila ætlaði ég að fá far heim með Jóa, en Bryndís tók það ekki í mál og sagði að ég skyldi sko koma með sér. Ég gerði það og Stebbi og Gaui komu með. Við kíktum á Dubliner í góðum fíling, týndum Stebba og ætluðum svo á Glaumbar, en það fór útum þúfur. Síðan bauð Bryndís mér upp á ís í Pylsukofanum á Ingólfstorgi og ég hún og Gaui tókum leigara heim. Ég kom heim um sjöleytið og var ógeðslega þreytt í vinnunni (13-18) á sunnudeginum, en það var vel þess virði.. massa-gaman, þetta dæmi..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?