<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Heims?kn fr? ?tl?ndum! 

Mér sýnist á teljari.is að Saran mín hafi kíkt hingað í heimsókn til mín sl. fimmtudag. alla leið frá Geirangri í Noregi. Takk fyrir innlitið Sara mín! Vonandi hefurðu það mygget bra!

Jæja.. ég hermdi eftir henni tótu minni og bjó til svona sýndarveruleikamynd af mér.. þar sem ég er það mikill lúði að ég kann ekki almennilega að setja myndir ennþá á bloggið, þá setti ég hana bara í fjölskyldualbúmið.. þetta er nú ekkert ósvipað undrabarninu sjálfu.. finnst ykkur ekki?

Snilld! 

Mikið geypilega var sá mikill snillingur sem ákvað að stofna tónlist.is! (held það hafi verið Stefán man-ekki-hvers-son í Ný Dönsk) Ég er búin að sitja hérna í mestu makindum í langan tíma og hlusta á þennan fína íslenska jazz í góðum fíling. Það getur hver fengið við sitt hæfi.. eru nebbla útvarpstöðvar fyrir yngstu kynslóðina (Barna), FM hnakkana(Pepsi popp), Jazz-geggjara (Jazz) , klassíkera (klassík), gufu-gleypa (Heldri) og ég veit ekki hvað og hvað.. Ótrúlega gott framtak! Að maður tali nú ekki um það ef maður ætti Visakort og gæti hlaðið heilu múrveggina af íslenskum perlum inn á tölvuna hjá sér.. o sei sei já

This page is powered by Blogger. Isn't yours?