<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 05, 2003

Hmm.. sumt er nú betra heima á Klakanum 

Það slær mig alltaf jafnmikið þegar ég hendi krakkanum á leikskólann að sjá eina fóstruna taka á móti honum opnum örmum og með rettuna hangandi út um annað munnvikið.. svo er hún líka svo dimmrödduð.. minnir mig svolítið á Patty og Selmu.. systur Marge í Simpson.. Kennarar og fóstrur reykja bara fyrir framan börnin í frímínútum og svoleiðis.. ótrúlegt.. þá er það nú aðeins skárra heima.. og bankakerfið...! Það er bara rugl! Alveg út í hött finnst mér! En fyrst að maður er nú kominn með sambönd í fjármálaráðuneytinu getur maður kannski kippt í einhverja spotta. ;) En anyway.. dagurinn byrjaði ekkert alltof vel, því ég fór með yngri strákinn í leikskólann og fattaði þegar ég var komin þangað að ég hafði gleymt töskunni hans, með nestinu og regnfötunum og öllu.. (þau fá að geyma nestið sitt inni í ísskáp, og þurfa ekki að borða brauð með volgri lifrarkæfu, eins og maður þurfti stundum að umbera) nema hvað... ég rölti til baka.. og svo aftur í leikskólann og svo aftur heim.. en á leiðinni sá ég manneskju á hjóli, sem ég kannaðist við þannig að ég kallaði í hana.. Það var Naja.. stelpan sem ég gisti hjá seinast þegar ég var hérna. Ég var búin að reyna að senda henni SMS sem ég fékk ekkert svar við, en hún er búin að skipta um númer.. þannig að ég hef líklega samband við hana um helgina.. en nóg um það.. ég verð að fara að sækja Jacob í leikskólann.. sjáumst!

fimmtudagur, september 04, 2003

... sannkallaðir... jazzgeggjarar.. 

Hey já.. ég gleymdi að segja ykkur að ég fór í fyrsta söngtímann í gær.. alveg brilliant.. Konan sem kennir er svört og kemur frá Bandaríkjunum.. hún heitir Renee Purnell.. ótrúlega fín.. það eiga bara að vera fimm í tíma, en það hefur bara ein önnur stelpa skráð sig, en hún mætti ekki í gær, þannig að ég fékk eiginlega einkatíma. Tók tvö lög sem heita My Romance, og How high the Moon. Geðveikt stuð! Í næsta tíma verðum við svo líklega orðin fjögur. Þetta er æði.

Hj?lp! ?g er f?kill! 

Úff.. þvílíkur léttir... ég sit hérna með kók og þamba.. hef ekki drukkið annað en sódavatn og mjólk og saft og svoleiðis drasl seinustu tvo daga.. er búin að vera að DEYJA úr gosþorsta! Mikið er maður nú spilltur. Svo eru það bara ávextir ef maður er svangur hérna.. og ég er alltaf svöng! En hvað um það... ég fór út í gær og tíndi nokkrar plómur, eða blommer eins og það er kallað hérna... allavega var smá ofþroskaður blettur á einni og það fyndna við það var að hann var alveg eins og sveskja á bragðið! Enda ekki skrýtið þar sem sveskjur eru gamlar plómur, en mér fannst það samt nokkuð fyndið. Svo eru þær heldur ekkert svona fjólubláar þegar maður tínir þær, heldur meira svona gular, kannski.. með rauðu ívafi.. Ég hélt fyrst að þetta væru ferskjur.. svona er maður vitlaus.. hmm.. En að öðru.. sjónvarpið hérna er algjör snilld.. allir þessir gömlu þættir.. Family Ties (sem heitir reyndar Blomsterbørns børn á dönsku), Cosby show, Beverly Hills 90210.. Roseanne.. og ég veit ekki hvað og hvað... Mjög gaman að´essu.. vantar bara Wonder Years.. eða Bernskubrek, sem var alltaf sýnt á sunnudögum klukkan átta á stöð tvö einhverntímann í kring um ´90.. Það voru uppáhalds þættirnir mínir og svo auðvitað Staupasteinn. Hann vantar reyndar líka.. en allavega.. segjum þetta gott í bili.. Finnst ykkur ég ekki dugleg að halda íslensku stöfunum!!! Ha? Kommurnar eru reyndar ekkert mál, því það er inni á takkaborðinu, en fyrir ö, ð og þ er annað mál.. þá þarf ég að halda "alt" takkanum inni og ýta á 0246 fyrir ö og 0240 fyrir ð og 0254 fyrir þ.. en hvað gerir maður ekki til að gera sig skiljanlegan.. það er svo helvíti óþægilegt að lesa texta ef madur skrifa hann svona med engum kommum.. ad minnsta kosti finnst mer tad. Svo.. þó það taki mig helmingi lengri tíma að skrifa íslensku stafina, þá geri ég það samt sem áður. En jæja.. bless í bili! Ég ætla að fara að leggja mig í stóóóóra rúminu mínu.. hohoho! :P

miðvikudagur, september 03, 2003


I'm Phoebe Buffay from Friends!
Take the Friends Quiz here.
created by stomps.þriðjudagur, september 02, 2003

Nýtt símanúmer 

Ef þið viljið senda mér sms, eða hringja, þá er síminn: 00 45 25863529

Her er jeg! 

Hæhæ allir saman! Nú er maður kominn út og mér líður bara alveg ofboðslega vel hérna. Börnin eru yndisleg, að ég tali nú ekki um hjónin sem ég bý hjá. Þau vilja bókstaflega allt fyrir mig gera. Herbergið mitt er heldur ekki slæmt. Það er cirka 20 fermetrar, með queen size rúmi, sjónvarpi, skrifborði og det hele! Mér finnst ég vera svo lítil í þessu rúmi! Svo er ég ekki komin með neitt á veggina og svoleiðis, þannig að það bergmálar allt ef ég svo mikið sem hósta! Húsið sjálft er 150 ára gamalt, en því er mjög vel haldið við. Þessa dagana er verið að skipta um þak, svo það eru stillansar allt í kringum húsið. En maður sér samt alveg hvað það er fallegt. Það er hvítt, með rauðu þaki. í garðinum er stórt eplatré og konan sem ég bý hjá segir að þau verði tilbúin eftir svona eina, til tvær vikur. Það er líka plómutré sem ég fékk mér af í gær og svo eru hindber, brómber og vínber líka. Algjör snilld! Mér finnst ég strax eiga heima hérna. Húsið er staðsett alveg við Gamle Kongevej, sem er stór verslunargata sem liggur alveg niður í bæ. En eins og ég segi.. þá held ég að ég eigi bara eftir að hafa það rosalega gott hérna. a.m.k. lofa þessir tveir dagar sem ég hef verið hérna mjög góðu. Þið í Nos Omnes.. kærar þakkir fyrir síðast! Við "skjáumst" vonandi bráðlega aftur. Hej hej! P.s. Endilega sendið mér póst, eða e-mail Sunna Sveinsdóttir c/o Wolf Amicisvej 18 st. 1852 Frederiksberg C Danmark Eða: sunna_sveinsd@hotmail.com

This page is powered by Blogger. Isn't yours?