<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 15, 2003

...Sla i gegn.. 

Góðan daginn dömur mínar og herrar! Mig langar til að byrja á að óska Atla innilega til hamingju með 25ára afmælið á laugardaginn. Síðastliðin helgi í lífi mínu var tileinkuð Stuðmönnum. Fór nebbla á föstudaginn og keypti miða.. Það voru búnir að seljast yfir 100 miðar á einni klst. Síðan á laugardaginn fór ég nú loksins á langþráð ball og þad var BARA gaman! Ég sá Finnboga sem var í Flensborg og lék Lilla Klifurmús í dýrunum í Hálsaskógi.. hann var rétt fyrir framan mig í röðinni og kallaði í mig og veifaði.. en síðan veit ég ekki alveg hvað var málið, því þegar röðin kom að honum, þá fór hann aftur aftast í röðina.. Ég sá hann ekkert meira um kvöldið. Maður hefði nú kannski eitthvað spjallað við kauða. Þegar inn var komið reyndi ég að finna mér sæti.. ég spurði einhverja konu hvort að sætið við hliðina á henni væri laust.. hún sagði svo ekki vera.. þá sagði ég henni að ég væri nefnilega bara ein og hún var ekki lengi að taka mig að sér.. sagði strax "þú verður þá bara með okkur í kvöld!" Þegar Stuðmenn byrjuðu loksins að spila drifum við (ég og hún) okkur út á dansgólf.. Við dönsuðum reyndar ekkert.. stóðum bara og horfðum.. þá sá ég að Stebbi, fyrrverandi bekkjarbróðir bræðra minna, bródir Guðna fyrrverandi bekkjarbróður míns og bróðir Valla vinar hans Begga stóð þarna með konunni sinni. Ég dreif mig náttúrulega til hans og kynnti mig. Hann var oft heima hjá okkur þegar ég var lítil og við hjá honum þegar bræður mínir voru að passa mig. Hann mundi alveg eftir mér.. Stuttu seinna ætlaði ég að fara í mitt gamla sæti og þá kannaðist ég eitthvað við manneskju sem sat þar og spurði hvort hún héti ekki Ása.. þad var ekki rétt og ég spurði hana hvað hún héti þá.. Brynja var svarið og ég spurði hana hvort hún væri ekki vinkona Binnu (mágkonu minnar) og svo hitti ég Rúnu vinkonu hennar og einhverjar fleiri sem ég hef aldrei séð. Þegar þær voru farnar sá ég annan sem ég kannaðist við og fór að honum og kynnti mig.. Þad var annar vinur bróður míns sem heitir Simmi. Ég talaði við hann í smástund og fór svo upp að sviði og tók myndir. Ég tók bara eina venjulega og svo var filman búin, en tvær á I-Zone myndavélina mína. Þegar Stuðmenn hættu svo að spila um þrjúleytid kom Egill fram og ég var ekki lengi að fá mynd af mér með honum. Síðan leið kvöldið bara ótrúlega fljótt og ég var komin heim um sex-leytið! Síðan hafði ég heyrt að their ætluðu að taka upp atriði í myndinni í tívolíinu í gær og ég þangað! En eins og sönnum kvikmyndaleikara sæmir, thá ætla ég ekki að gefa neitt upp um söguþráðinn, en ég get sagt ykkur það að þetta var flott lag og ég sést ábyggilega eitthvað smá vera að taka sporið. Hlakka til að fara í bíó í Háskólabíó þarnæstu jól....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?