<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 25, 2003

Going to the chapel and we´re... gonna get married.. 

Oh damn.. Draumurinn farinn... ég get víst ekki orðið ALVÖRU prinsessa.. a.m.k. ekki í Danmörku.. Frikki prins nebbla búinn að trúlofa sig.. Reyndar soldið gamall.. En samt ossa sætur.. Baunarnir hreinlega ráða sér ekki fyrir kæti. Þad er bókstaflega allt að tryllast. Mér hefur alltaf fundist Jóakim miklu konunglegri í háttum, en eftir að hafa horft á ca. fjóra þætti í gær um Fredrik, þá held ég að hann eigi eftir að verða toppkóngur. Drengurinn getur allt og hefur prófað allt! Hann var í hernum, á varðskipi, lærði að fljúga, vann á vínekru, fór í ferðalag um alla Afríku (svona svipað og Hjördís er að gera núna) og ég veit ekki hvað og hvað.. Ég hef líka áreiðanlegar heimildir fyrir að hann sé skemmtilegur og Jóakim sé stífur og leiðinlegur. (Konan sem ég bý hjá hefur tekið viðtöl við þá báða) Þetta er að minnsta kosti ekki prins sem hefur verið lokaður inni í höllum allt sitt líf. En nóg um kóngafólkið í bili.. Danirnir eru eitthvað að flippa á Sprite- inu hérna. Ég keypti mér 1/2 lítra um daginn og drakk þad bara eins og venjulega úr grænni flösku, en þegar ég var búin að taka nokkra sopa, sá ég að flaskan var ekki græn... heldur Sprite- ið sjálft! Flaskan var glær.. Síðan keypti ég mér 1,1/2 lítra flösku um daginn (það er ekki til tveggja lítra) og þá var það blátt! Mér leið eins og ég væri að drekka frostlögur og það er ekki hægt að fá venjulegt.. Algjört rugl! Ég var öll blá á tungunni eftir þetta.. Hvað er næst? Fjólublátt kók? Enívei.. þetta er líklega nóg í bili.. ta ta. Og ég veit ekki hvort þetta er til frambúðar, en mig langar að enda á quote úr kvikmynd. Kvikmyndin að þessu sinni er Fools Rush In, með Matthew Perry og Sölmu Hayek og er nokkuð snúinn.. It goes like this: You´re everything I never knew I always wanted, eða.. Þú ert allt það sem ég vissi aldrei að mig langaði alltaf í. Hmmm...

þriðjudagur, september 23, 2003

Guði sé lof fyrir rafmagn! 

Jeremías.. allt búið að vera rafmagnslaust í dag.. Götuljós og alles. Brrrjálað fjör! Eða þannig... Tók klukkutíma að sækja strákana, því ég þurfti að labba. Oj barasta.. Síðan var nottla fullt af slysum og fólki föstu í lyftum og lestum.. Get þó þakkað fyrir að hafa verið laus við það.. En allaveganna.. Hanna frænka hringdi í gærmorgun og bauð mér í pönnukökur á sunnudaginn.. Mamma gamla er nebbla að verða sextug og hún vildi gera eitthvað í tilefni dagsins, þar sem ég gæti ekki verið heima hjá ellismellnum. Ótrúlega sætt af henni.. Ég er að pæla í að koma heim um jólin... Þau eru a.m.k. búin að bjóða mér að kaupa flugmiða fyrir mig.. Og ég efast um að þau eigi eftir að þurfa að skera við nögl þó þau geri það.. (Eru að skipta um þak sem kosta einhver hundruð þús. og svo skrapp hún í IKEA um daginn til að skoða og keypti nýtt hjónarúm í leiðinni!) Þá get ég líka séð nýju/nýja bróðurdóttur/son mína/minn.. sem verður u.þ.b. eins mánaða um jólin. Þad á líka að skíra hana/hann þá.. svo að auðvitað kem ég! Verður gott að komast aðeins og kíkja á vini og vandamenn.. Er strax farin að hlakka til.. Næsta miðvikudag verður 1/12 af vistinni lokið.. Það liggur bara við að maður fari að pakka! Kannski ekki alveg.. en þetta á eftir að verða ótrúlega fljótt að líða, býst ég við. Eins og þið sjáið hefur bloggið tekið nokkrum breytingum.. Það er allt Atla að þakka. Ég bað hann um að setja nokkra linka og comments inná og eins og hendi væri veifað og abrakadabra.. þá var þetta komið.. Ég setti smá persónulega hönd á nöfnin á linkunum. En í bili, þá segi ég bless.. og passið ykkur á bílunum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?