<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 01, 2003

Jæja vinir mínir.. Hvað segist? Ég þurfti ekki að fara með strákana í skólann í morgun, en þurfti samt að vakna til að taka á móti nýjum stofustólum. (Átta stólar með kvittun upp á 29.000 danskar.. bara kvartmilljónir hingað og þangað!) Klukkan hálfátta! Arrg.. Á seinustu tveimur vikum hef ég tekið á móti pípara, rafvirkja, manni frá securitas, flutningamönnum og ég veit ekki hvað og hvað... Hmm.. helgin var ágæt... Fór í kaffi til Hönnu frænku á sunnudeginum í tilefni þess að mamma varð sextug. Til hamingju mamma mín! Enívei... þar hitti ég Bergdísi frænku mína, sem er einu ári eldri en ég. Hún er í fornámi að reyna að komast inn í tækniháskóla í Lyngby. Við vorum ágætis vinkonur þegar við vorum yngri.. fórum alltaf í afmæli til hvorrar annarrar og solleis, en það slitnaði uppúr því um 10 ára aldurinn og síðan höfum við bara hist í fermingum á svona 4 ára fresti.. Við ætlum allavega að hafa samband um helgina og kíkja kannski eitthvað út. Víí!! Ég er byrjuð í íslenskum kvennakór hérna, sem er svosem ágætt.. Þá hitti ég a.m.k. Íslendinga með reglulegu millibili. Annars gengur allt sinn vanagang... Ég er orðin algjörlega húkkt á Big Brother hérna! Þvílík snilld! Fyrir þá sem ekki vita, þá fjallar þetta um 12 einstaklinga (6 af hvoru kyni) sem eru lokaðir inni í íbúð með 68 myndavélum. Þad er ALLT sýnt. Klósett, sturta og hvaðeina.. en þad er samt ekki aðalmálið.. málið er hvernig hópurinn funkerar saman.. Svo þurfa þau að leysa verkefni til að fá mat og svo er alltaf einn kosinn út í hverri viku. Þau þurftu t.d. að vera hlekkjuð saman tvö og tvö frá laugardagskvöldinu fram á hád. á mánudaginn.. Þau gátu ekki farið á klósettið án hvors annars né í sturtu.. og ein gellan var alveg að flippa.. Lenti með 36 ára gömlum manni sem hefur veri-d soldið óvinsæll. Hún er sjálf 26 ára. Hún grenjaði og orgaði og öskraði... æpti á hann og alles.. Mér hefur fundist hún ágæt hingað til, en þetta var nú einum of.. Síðan er ein sem er yngst (tvítug) og er búin að reyna við alla gaurana, en þó sérstaklega við einn sem er einu ári eldri en hún. En svo í gær þegar hann spurði hana hvort þau ættu að byrja saman, þá sagði hún að hún vildi ekki vera með honum.. þau ættu eftir að þurfa að keppa við hvort annað þegar liði á og eitthvað... bla! Ég held mest með gaur sem heitir Raz. 31árs gay gaur sem er alltaf að peppa hina upp ef þeir eru eitthvað down. Alveg eðal.. Kannski er ég svona sjúk í þetta afþví að ég hef ekkert líf sjálf um þessar mundir.. Þið vitið hvað ég meina.. Ég er a.m.k. að fíla þetta í ræmur... Mikil gríðarleg snilld er að geta hlustað á útvarp á netinu.. Sérstaklega fyrir mig sem er forfallin aðdáandi íslenskrar tónlistar, en er alveg að fá nóg af þessum diskum sem ég dröslaðist með hingað.. En.. Íslenska Stöðin 919 bjargar þessu. Hlakka til þegar þeir byrja að spila jólalög. Byrjuðu snemma á því í fyrra. Eitthvað um það leyti sem ég var að koma úr hálskirtlaaðgerðinni og stofnaði þetta blessaða blogg. Sem var nánar tiltekið þann 5.nóv. Já.. bloggið á bráðum afmæli! Endilega sendið mér pakka! Íslenskt malt og appelsín og appolo-lakkrís sérstaklega velkomið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?