<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 11, 2003

...I´ll be home for Christmas.... 

Og já... ég gleymdi líka að segja.. Yours truly er á leiðinni heim þ. 20.des. og fer aftur út 4.jan. Búin að fá farseðlana í hendurnar og allt! Ééég... hlakka svo til..

Javohl! Úff.. ég held ég sé farin að eldast.. A.m.k. var menningarnótt hérna í Kóngsins Kaupinhafn í gær og ég var að syngja með kvennakórnum á Christianshavn ásamt tveimur færeyskum kórum og einum grænlenskum. Þetta átti að vera svona hálfgert draugahús.. þurftum að öskra og æpa útum gluggana á milli þess sem við sungum. Ég held ég hafi séð þennan Hjört sem tóta, Vignir og Eyvi þekkja víst. En ég fattaði ekki að það væri hann fyrren eftir á. Anyway.. eftir fyrri sýninguna, þegar þjófavörnin hætti, fórum við í eitthvað hús á bakvið og fengum súpu og bjór. Síðan fórum við á krá í nágrenninu og skelltum nokkrum fleiri í okkur og komum svo til baka um ellefu-leytið alveg freeekar hressar (fyrir utan þær sem að fengu sér kók) eftir seinni performansinn fórum við aftur í þennan skúr á bakvið og fengum annan ókeypis bjór. Síðan tóku Færeyingarnir sig til og röltu af stað á Øresunds Kollegie til að djamma á barnum þar. Eins og sönnum Íslendingum sæmir, létum við okkur náttla ekki vanta. Alltaf til í partý! Þegar þangad kom gaf einn Færeyingurinn sem heitir Bogi mér færeyskan bjór. Hann var mjög góður og að sjálfsögdu geymdi ég flöskuna til minningar. Nema hvad.. þegar líða tók á kvöldið fékk ég smám saman heiftarinnar hausverk.. Þetta var eins og að vera þunn strax. Ekkert smá skrýtið og þess vegna segi ég að ég held ég sé farin að eldast. Þegar klukkan var að verða tvö ákvað ég að drífa mig heim.. þannig að ég labbaði út með Höbbu, stelpu sem er í kórnum. Hún átti heima rétt hjá og spurði hvort ég vildi ekki bara gista. Ég nennti ekki að vera að þvælast heim, fyrst ég fékk svona gott tilboð, þannig að við fórum og keyptum pizzu og röltum heim til hennar. Þar fékk ég bol og sæng og kodda og dýnu og sofnaði vært um fjögurleytið, þrátt fyrir þennan heiftarlega hausverk. Síðan hitti ég kærasta Höbbu þegar ég vaknaði, og eftir að hann var farinn á fótboltaæfingu röltum við út í bakarí og síðan fór ég heim.. Mamma og pabbi eru nebbla að koma í kvöld og verða fram á miðvikudag. Og núna þarf ég víst að fara að sækja miða á Phantom of the Opera, sem við ætlum á annað kvöld. Túdúlú!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?