<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 22, 2003

N?ldur og nagg 

Ég þooooli ekki þegar fólk sest í ytra sætið í strætó, og færir ekki sinn feita rass þó fólk þurfi að standa upp á rönd. Þetta virðist vera mjög algengt hérna í Danmörku, þó að Danir séu almennt mjög almennilegir. (Kannski eru þetta Þjóðverjar) Síðan hef ég verið að spá... ætli Íslendingar hafi mikið verið að pissa inní skápa í gamla daga? Afhverju ætli orðið klósett sé notað yfir salerni? A.m.k. er það alveg eins og closet á ensku, sem þýðir skápur. Hver ætli sé skýringin? Æjj.. ég er eitthvað fúl.. líklega útaf því að ég svaf bara í þrjá tíma og í kaupbæti tókst mér óvart að gleypa seinasta bláa ópalið í pakkanum, þannig að núna svíður mig í hálsinn..

þriðjudagur, október 21, 2003

Jubii! 

Jæja.. tíu dagar liðnir og fullt af fréttum. Heimsóknin frá mömmu og pabba var fín. Gott að fá einhvern nákominn til sín, þegar maður er svona einn heima. Við fórum í Fisketorvet og Christianiu og ég veit ekki hvað og hvað... Síðan kíktum við á Phantom of the Opera, sem var bara snilld, fyrir utan að við fengum svo léleg sæti að það lá við að við þyrftum að hanga fram af svölunum til að sjá eitthvað.. Vorum alveg á hlið og svo var svo lítið pláss fyrir fæturna að ég var með marbletti á báðum hnjám. En það verður víst að hafa það.. við ætlum að "boykötta" "Det ny teater" það sem eftir er. Eftir að gömlu fóru heim á miðvikudaginn, gerðist mest lítið fram á laugardag. Þá fór ég í innflutningspartý til Naju (sem ég gisti hjá, þegar ég kom hingað með Flensborg). Ég hitti mömmu hennar og systur sem ég hafði ekki séð í tvö ár og svo hitti ég pabba hennar og ömmu líka og talaði ágætlega mikið við thau. Dæmið byrjaði klukkan fjögur og ég mætti um fimm-leytið.. Þegar líða fór að kveldi breyttist meðalaldur gestanna talsvert og eldra fólkið fór og vinirnir fóru að mæta. Ég var alveg ógeðslega kvefuð og með smá hita, en vildi ekki fara heim, því ég fer nú ekki oft á djammið hérna.. Enívei.. þetta var Brjálæðislega gaman! Ég var ótrúlega ánægð yfir að ég skildi alla þarna (Hef fram að thessu eiginlega bara talað við fjölskylduna og afgreiðslufólk) og allir voru ótrúlega næs, vildu endilega tala við "Íslendinginn". Hehe.. en eftir að hafa dansað og djammað og bjórinn var búinn (held það hafi farið fimm eða sex kassar af bjór, og ótæpilega mikið af rauðvíni) þá dreif ég mig heim um hálf-sex-leytið, enda hálfslöpp! Þannig að á sunnudeginum svaf ég eiginlega allan daginn.. vaknaði til að borda kvöldmat og fór svo aftur að sofa. Í gær var ég svo með strákana til átta og dreif mig svo á kóræfingu, sem byrjaði reyndar klukkan sjö. Ég er nefnilega að fara á Öskubuskuball (ég kýs að kalla það það, enda bara ómerkileg vinnukona) á föstudaginn!! Ég er að deyja, ég hlakka svo til. Þetta er semsagt dansleikur í tilefni dags Sameinuðu Þjóðanna í ráðhúsi Kaupmannahafnar og kvennakórinn á að syngja í einhverjar tíu mínútur, en við fáum að vera allt kvöldið. Ef við eigum ekki þjóðbúning, eigum við að vera í fínum kjólum (ég lét mömmu koma með sparikjólinn minn) og verndari ballsins er "Hans kongelige højhed Prinsen" (veit ekki alveg hvort það er Henrik (kall drottningarinnar) eða Fredrik) og dansleikurinn verður settur af Prinsessunni af Swazilandi. Það verða allskonar skemmtiatriði og svo endar allt klukkan tólf þegar allir dansa vals. Úff.. ég fæ fiðrildi í magann við að hugsa um þetta! Hérna er það helsta úr dagskránni: (Read it and weep, hoho) 19:00 Up town Jazzband 19:35 OPENING CEREMONY Scottish pipers and Drummer salute the guests 19:50 The 3 Royal Tenors Hommage to friendship and love 20:00 Banquet Music 20:30 Russian Balalajka ... og fleiri skemmtiatriði 21:00 Dance music, the festival Gala Ball 21:40 Skemmtiatriði 21:50 Við o.fl... 22:10 Dance music, the Gala Ball continues 22:40 Happdrætti ... 23:00 The Lancers for all guests assisted by Danish folk dancers 23:15 Dance music, the Gala Ball continues 24:00 Goodnight Waltz for all guests En jæja.. verð að hætta í bili.. komin tími til að fara að leita að glerskóm, sem passa! ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?