<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 28, 2003

hmm.. 


mánudagur, október 27, 2003

A elleftu stundu.. 

Jæja.. það fer nú að verða of seint, en mig langar til að óska móðurbróður mínum, Bruno Hjaltested, eða Búbba frænda, hjartanlega til hamingju með sjötugsafmælið í dag. Síðan langar mig líka að óska barnabarninu hans, henni Fanneyju frænku minni til hamingju með 22ára afmælisdaginn og síðast en ekki síst Oddi til hamingju með 19 ára afmælið. Síðbúnar afmæliskveðjur fá svo Hrafnhildur Blomsterberg, kórstjóri sem átti afmæli seinasta miðvikudag og einnig handa Sunnu E(bumbu)línu sem varð 19 á föstudaginn.

sunnudagur, október 26, 2003

zzzzz..... 

Hæ.. Ég er búin að sofa mestalla helgina og hef varla staðið upp.. Ekkert smá sem maður verður þungur í hausnum af að sofa svona mikið. Dæmið á föstudaginn var allt í lagi.. Allir rosalega fínir og mikið af ræðuhöldum.. Síðan var hver þjóð með eitt borð þar sem maður gat smakkað á þjóðarréttum. Það var soldið skemmtilegt.. Ég borðaði mig bara svona mátulega sadda, en þræddi svo alveg línuna til að smakka bjór frá sem flestum löndum. Held að tóta og Atli hefðu flippað þarna. A.m.k. smakkaði ég bjór frá Lettlandi, Eistlandi, Þýskalandi, Albaníu, Kúbu og Mexíkó... Fleiri man ég ekki í bili.. Síðan eftir að það var búið að draga í happdrættinu ákvað ég að fara í partý með Þórunni, formanni kórsins, Höbbu sem ég gisti hjá á menningarnóttina og konu sem heitir Stella. Partýið var á Østerbro hjá mági Þórunnar. Það var alveg pakkað þarna inni, enda ekki stór íbúð (sturtan var inni í svefnherbergi) og þvílíkur reykmökkur.. En við létum það nú ekki á okkur fá. Málið var bara að þær voru allar ennþá í gala-kjólunum, en ég kom með önnur föt og skipti í ráðhúsinu. Þegar klukkan var að verða fjögur var okkur boðið í annað partý en hinar nenntu ekki, en sögðu mér að fara með því það væri miklu nálægra Frederiksberg, svo það myndi kosta minna fyrir mig heim í leigubíl. Þannig að ég fór með einhverjum tveimur gaurum sem hétu Thomas og Jesper og við keyrðum eitthvað lengst upp í Hvidovre og stoppuðum þar við eitthvað mall.. fórum þar upp og vorum þá komin á eitthvað netkaffi.. eða eiginlega ekki einu sinni það, því þetta var bara herbergi fullt af tölvum og svo var pínu sjoppa útí horni. Þannig að ég fór í smástund í tölvu og bað svo Thomas um að hringja á bíl fyrir mig og fór svo út.. Síðan finn ég einhvern leigubíl þarna og hann leggur af stað með mig heim. Þegar við vorum komin langt á leið spyr hann mig hvar þetta sé nákvæmlega og eftir að ég segi heimilisfangið spyr hann mig hvort ég sé íslensk, eða færeysk. Eftir að ég segi að ég sé íslensk byrjar hann allt í einu að segja að ég ætti að verða leikkona. Afhverju veit ég ekki.. Ég sagði bara jájá.. kannski,, en hann sagði að það væri ekkert kannski.. ég ÆTTI bara að verða leikkona. Hann var svo upptekinn að sannfæra mig um þetta að hann keyrði framhjá götunni minni, en ég sagði honum strax að hann væri kominn framhjá og þá baðst hann afsökunar, sneri við og keyrði mig heim. Áður en ég steig útúr bílnum sagði hann "mundu hvað ég sagði" Já.. þeir eru ansi skrautlegir þessir leigubílstjórar...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?