<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 07, 2003

Do re mi 

Góðan daginn, gleðileg jól allir saman! Já.. ég fékk póst frá Hrafnhildi áðan og fékk að vita að jólatónleikarnir hjá kórnum verða 21.des. Hún bauðst til að senda nótur, þannig að hver veit nema ég syngi bara með... Gaman að´essu!

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

cmajor
C major - the simplest key. You are content with
where you are now, you have what you need. Some
people are happy in C major, but it is up to
you to decide to push yourself further if you
want more from your life.

what key signature are you?
brought to you by Quizilla ...Gott ef ekki...

Ammaeli 

Kærar afmæliskveðjur til hennar Eyglóar litlu. (til hægri) Hún er nebbla tvítug í dag. Vonandi er Kjartan búinn að vera góður við krúttið sitt í dag.

Jæja! 

Oh well... kominn tími til að láta í sér heyra.. á fimmtudaginn var ég að syngja á skemmtikveldi í Jónshúsi með kvennakórnum og þar var einnig færeyski kórinn Mpiri. Mín ætlaði nú aldeilis að taka í spaðann á áðurnefndum Hirti og kynna sig, en þegar á hólminn var komið greip mig all í einu þessi gríðarlega feimni sem fór ekkert allt kvöldið svo að það varð nú ekkert úr því Skrýtið.. Föstudagur og laugardagur fóru í leti.. ekkert djammað eða svo mikið sem farið útúr húsi og á sunnudeginum sá ég svo um Íslendingakaffið í Jónshúsi með henni Þórunni, formanni og aðaldjammara kórsins. Þrátt fyrir dræman mannskap (held það hafi verið u.þ.b. 7 manneskjur) seldist brauðrétturinn minn upp á no time.. Gat nú ekki annað en tekið því sem hrósi.. Í kvöld fór ég svo á kóræfingu frá sjö til hálftíu.. En snúum okkur að öðru... Mikið finnst mér uppeldi í dag vera furðulegt.. í fyrst lagi, þá er yngri strákurinn, sem er að verða þriggja ára gamall núna í næstu viku ennþá með snuð og bleyju.. Síðustu tvo daga hefur sá eldri, sem er að verð sex ára í des., verið að stelast með bleyjur inná klósett og máta. Ef ég hefði gert þetta á mínum aldri hefði karl faðir minn nú bara tekið mig og rassskellt,(sem ég er alls ekki að segja að eigi að gera) en neeeii.. það er ekkert sagt við drenginn.. þegar ég sagði mömmu hans frá þessu sagði hún bara að allir mættu eiga sín leyndarmál.. Ekki ætla ég að skipta á honum ef hann nýtir bleyjuna til fulls! En svo ég skipti nú um umræðuefni, þá er ég farin að telja dagana þangað til ég kem heim. Í dag eru 46 dagar. Ásdís og Oddur fljúga líka með sama flugi, þannig að við ætlum að reyna að fá að sitja saman. Ég hlakka líka til að sjá þau. En nú er komið gott í bili.. Góða nótt!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?