<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 28, 2003

Næsti! 

Jæja.. komið að næstu afmæliskveðju... Í dag á hann Bergþór kaffiunnandi, rauðvínsnjótandi og OFURbjórsvelgur 24 ára afmæli. Til lukku Beigi minn!

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Vinsældir.. eda kannski bara forvitni... 

Mér finnst gaman frá því að segja, þó að sumum finnist það líklega ekki mikið, þá er meðaltal gesta í þessari viku búið að vera 15 á dag. Mér finnst það bara nokkuð gott miðað við "aldur og fyrri störf".. Sérstaklega er ég forvitin um hver kíkti hingað inn frá Alþingi í gær. Maður hefði nú kannski tekið aðeins betur til ef maður hefði vitað af þessu! Hoho! Áður en ég flutti út voru gestir á mánuði oftast bara eitthvað um 150 fram í ágúst, en í september voru þeir 375! og u.þ.b. 260 eftir það. Það er naumast hvað maður verður allt í einu vinsæll, þegar maður flytur til útlanda! En það er eins og þeir segja... "Fjarlægðin gerir fjöllin blá, og mennina mikla" ... En ég er farin að vera alveg ferlega forvitin um það hvaða fólk sé að skoða síðuna mína, fyrir utan þá sem ég veit af, þannig að , ef þið nennið.. endilega slettið einhverju djúsí í kommentakerfið þegar þið lítið við, þó það sé ekki nema broskall! :) Ta ta! Sunshine

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Mmmm.. það voru íslenskar fiskibollur.. ég tek það fram ORA fiskibollur í tómatsósu í matinn.. Æði! Það er nefnilega hægt að kaupa soleis úti öllum betri matvöruverslunum. M.a.s. sá ég þær á tilboði útí Netto um daginn.. Islandske Fiskeboller á 12kr. minnir mig.. Að öðru leyti þá langar mig að gera það sem ég gleymdi áðan, og það er að óska Guðjóni, einum af aðal styrktaraðilum Súfistans í Hafnarfirði og A. Hansen innilega til hamingju með afmælið. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að hann muni kannski kíkja í Grænu Höllina í kvöld... Síðan eru þrjú önnur afmæli í næstu viku, en ég mun óska þeim til hamingju þegar þar að kemur.. Svo eru nottla bara 12 dagar í afmælið mitt.. rosalegt hvað ég þekki marga sem eiga afmæli seinast í nóv. og í desember.. Sem betur fer þarf ég bara að gefa fjórum gjafir af þrettán! En jæja.. best að drífa sig til hennar Renée í söngtíma!

Djamm? Jamm! 

Þvílíkur laugardagur! Úff.. Hef sjaldan skemmt mér eins vel, eða held það. Dæmið byrjaði heima hjá Svövu,vinkonu Bergdísar, sem býr alveg rétt hjá mér. Ég mætti klukkan sex og þá voru þær byrjaðar fyrir klukkutíma.. Síðan komu ein stelpa í viðbót og tveir strákar. Annar ísl. og hinn færeyskur. Síðan var bara rölt af stað niður í bæ um miðnætti og við fórum inná stað sem heitir Lades og vorum þar í svottla stund... Síðan ákváðum við að skella okkur á stað sem ég held að heiti Jacques og þar svindluðum við frænkurnar okkur inn án þess að borga.. Hoho.. fyrst sögðum við dyraverðinum að við ætluðum að borga uppí fatahengi, síðan þegar við komum þangað sögðumst við vera búnar að borga niðri. Síðan átti maður að fá stimpil, þannig að Bergdís spurði einn dyravörðinn hvað hann héti og svo fórum við aftur upp í fatahengi og sögðum að "nafn" hefði sagt að við ættum að fá stimpil. Já.. það er mikið haft fyrir 60kalli.. Eftir að lokaði þar um sex þá ákváðum við að taka leigubíl heim til Bergdísar, uppí Lyngby ásamt hinum sem við vorum búnar að hitta um kvöldið. Við vorum fimm ísl. stelpur og ein danskur strákur og einhverjir fimm færeyskir. Þegar þangað var komið skreið ég beint uppí rúm, en Bergdís og hinir héldu áfram útá gangi. Síðan fréttum við daginn eftir, að eftir að Bergdís kom og fór að sofa ætlaði aumingja Svava að komast inn, en það var læst. Danski strákurinn hljóp þá bara út fyrir og skreið innum gluggann og opnaði fyrir henni. Þegar hann opnaði ruddust allir strákarnir inn en hún rak þá út. Síðan lokaði hún og sá að það var ekkert pláss fyrir sig og skreið útum gluggann og heim til fyrrv. kærasta síns. Við rumskuðum ekki einu sinni á meðan öllu þessu stóð! Úff.. En jæja.. maður verður víst að sofa.. síðan vöknuðum við klukkan sex kvöldið eftir og pöntuðum okkur pizzu.. Svava kom síðan og borðaði með okkur og við tókum strætó heim um tíu-leytið og Bergdís með, því bíllinn hennar var heima hjá Svövu. Þetta var ekkert smá gaman, en ég var líka alveg sjúklega þreytt.. líka í allan gærdag. Hlakka samt til að fara aftur á djamm með Bergdísi, því hún er kona að mínu skapi! Enda vorum við að tala um það að við erum rosalega líkar í okkur, þó við séum ótrúlega ólíkar í útliti. Ég dreg hana líklega með mér eitthvað um jólin, og þá getið þið hitt hana.. En verð að hætta núna.. Bless í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?