<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 04, 2003

ammæli 

Jæja!! Komið að enn einu afmælinu.. Síðasta í þessari viku, en alls ekki síst! Í dag á Tenórinn Grand Eyjólfur, greifinn af Guildhall 24ára afmæli. Ég stal (eða fékk lánaða) þessa frábæru mynd inná síðunni hennar Iðunnar vona að hún fyrirgefi mér það, en annað var bara ekki hægt! Sjáiði bara! tjokkó dauðans!!! Til hamingju Eyvi minn!

miðvikudagur, desember 03, 2003

Jibbí 

Jæja.. búið að plana næsta mánudag.. (afmælisdaginn minn) Fjölskyldan ætlar í tívolí og snæða svo kvöldmat þar. Eins og flestir sem þekkja mig vita, þá þori ég ekki í nein tæki, en hey.. ég fæ að sjá jólabúninginn hjá tívolíinu og kannski fær maður sér líka Candyfloss í tilefni dagsins. Hoho.. soldið fyndið að fagna 21árs afmælisdeginum sínum í tívolí. Á maður ekki að vera orðinn fullorðinn? En á móti kemur nottla að ég er að fara í tvö jólaglögg á laugardaginn. Eitt í kirkjunni eftir tónleikana okkar og svo seinna um kvöldið í Jónshúsi hjá Stúdentafélaginu. Mmm... hlakka til..

þriðjudagur, desember 02, 2003

Húmor 

Er ég ógeðslega skrýtin og nasty, eða finnst fleirum þetta fyndið? Ég meina.. mér finnst það alveg sprenghlægilegt að hugsa mér fullt af fólki að tína upp pakka af bökkum einhverrar ár útí rassgati.

mánudagur, desember 01, 2003

I dag er det Myas fødselsdag, hurra, hurra, hurra!!! 

Í dag á hún Mýa mín afmæli, og það tvítugsafmæli. Mig langar að óska henni innilega til hamingju. Leiðinlegt að geta ekki verið hjá henni á þessum merkisdegi, en hún er að koma til Danmerkur og verður yfir áramótin, þannig að við getum haldið uppá það eftir áramót. Hérna er síðan mynd af okkur frá því í fyrra á Spáni. Alveg sólþurrkaðar.. Frekar þreytulegar eitthvað báðar á þessari mynd..

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Styttist í thetta.. 

JÆJA!! Finnst ykkur 10 dagar ekki oftast fljótir að líða? Mér finnst það a.m.k. og í dag eru bara 2x10 dagar í að maður lendi á klakanum. Einhvernveginn býst ég ekki við að neitt hafi breyst neitt rosalega. Nema að það verður öðruvísi að búa aftur heima með mömmu og pabba. Hafði ekki verið frá þeim nema í mesta lagi þrjár vikur áður en ég fór út, en núna er ég búin að vera í þrjá og hálfan mánuð,fyrir utan þessa 5 daga sem þau komu hingað. Þannig að í þetta skiptið verð ég heima hjá þeim, en ekki heima hjá OKKUR. Skiljiði hvað ég meina? (Þó Hraunbrúnin verði alltaf HEIMA í mínum orðabókum) Annars verður held ég alveg rosalega gott að komast heim í litla 10fm, skærgræna herbergið mitt undir súðinni í staðinn fyrir stóra 24fm hvíta gáminn með 4,5 metra lofthæð sem ég er í hérna. Er komin með hálfgert víðáttubrjálæði! Keypti samt tvær skærappelsínugular slæður um daginn útí tíkallabúð og nota þær fyrir dúka. Bara til að fá smá lit inn. Get varla verið í svona sjúklega hvítu umhverfi. Núna um helgina kíkti ég á kaffihús með Bergdísi á föstudaginn og var svo að selja kökur og kleinur á jólabasar uppí Jónshúsi fyrir kórinn. Annars er það að frétta að mamma mannsins sem ég bý hjá dó á föstudaginn, og það er jarðarför núna næsta föstudag. Mér líður verst yfir að geta ekkert hjálpað til, því ég er að fara að syngja með kórnum á fim. fös. og lau. og það eru bara fimm altar, þannig að það er ekki eins og maður geti allt í einu ekki sagst koma.. Plús það að ég er með í tveimur lögum sem eru millierindi og tveir úr hverri rödd syngja. Síðan ætlar afinn að búa hérna um jólin inní mínu herbergi á meðan ég verð í burtu. Mér finnst það rosalega góð hugmynd, því auðvitað á hann eftir að eiga soldið erfitt yfir hátíðarnar. Hann minnir mig svolítið í útliti á afa minn, eða miðað við hvernig ég man eftir honum. Ég var nottla bara fimm ára þegar hann dó, svo ég man ekki mikið. En jæja.. best að hætta í bili.. Kem aftur á morgun með næstu afmæliskveðju!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?