<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 11, 2003

Silent Night
You are 'Silent Night'! You really enjoy
Christmas, and you like your Christmases
conventional. For you, Christmas is about
family and traditions, and you rather enjoy the
rituals of going to church at midnight and
turning off the lights before flaming the plum
pudding. Although you find Christmas shopping
frustrating, you like the excitement of
wrapping and hiding presents, and opening a
single door on the Advent Calendar each day.
You like the traditional carols, and probably
teach the children to sing along to them. More
than anyone else, you will probably actually
have a merry Christmas.

What Christmas Carol are you?
brought to you by Quizilla

"Það verður rokkað nún´um jólin..." 

Jahérna.. ég dreif mig niður í geymslu í gær og sótti ferðatöskuna.. Bara svona til að vera ekki á seinustu stundu með að pakka... og viti menn... ég pakkaði eiginlega bara á klukkutíma.. Það eina sem er eftir er það sem er í óhreinatauinu.. Núna verð ég víst að lifa uppúr ferðatösku næstu vikuna.. en who cares? Er samt mjög ánægð að sjá að hún er bara hálffull.. ...þá er bara eftir að fara útí búðir og reyna að fylla hana af ódýrum, en samt frambærilegum jólagjöfum fyrir liðið heima... Og heyrðu, já... endilega kommentið um hvort ég á að fá mér moonboots, eður ei..

miðvikudagur, desember 10, 2003

10, 9, 8, 7...... 

Jahérna.. 10 dagar og svo bara heeeeeeiiimm! En eins og skáldið sagði.. "Tíminn líður hratt á gervihnattaöld" Á aðeins eftir að kaupa 11 jólagjafir af 12. Og 3 afmælisgjafir af 4. Jájá.. maður lætur sitt nú ekki eftir liggja! Eða þannig sko... Bara verst að ég er búin að eyða meirihlutanum af peningnum sem átti að fara í gjafir.. aaarrrhgg.. Kannski endar með því að ég noti afmælispeninginn frá mömmu og pabba í gjafir handa öðrum.. Neeeií.. ætli það nokkuð.. Ég VERð að kaupa mér kuldaskó.. er bara með strigaskó, sem ég fékk í vor, og þeir eru m.a.s. að detta í sundur (x18 drasl!) Núna er Moonboots málið hérna úti.. veit ekki alveg.. Á maður kannski að skella sér á eitt silfurlitt par? Held ekki.. annars væri fínt að fá sér Múnbúts stígvél.. átti svoleiðis þegar ég var 6, eða 7ára. Þau voru fjólublá (snemma beygist krókurinn!) með svona regnbogum á... ossa fínt.. Þrælvirkaði í staðinn fyrir skauta.. Fór nebbla niðrá andapoll á Víðistaðatúni einhvern tímann um veturinn og pabbi ætlaði að kenna mér á skauta.. það gekk nú ekki betur en svo að ég var fljótlega farin að renna mér á stígvélunum.. Hélt miklu betra jafnvægi á þeim.. Kom m.a.s. mynd af mér í Fjarðarpóstinum og alles, sko. Ég er þessa dagana með einhverja nostalgíu.. Pælí að fá mér múnbúts, og svo minnti afmælisdagurinn mig óneitanlega á afmælisdaginn minn þegar ég varð átta eða níu ára. Þá var nefninlega jólaferð með árgangnum sama dag og við fórum í Árbæjarsafnið og svo í Brúðuleikhús. Tívolíið í fyrradag minnti mig einhvernveginn á það... Annars vil ég þakka öllum sem sendu mér afmæliskveðju og hringdu og allt soleis. Tusind tak! Á laugardaginn var jólaglögg uppí Jónshúsi og svakafjör. Eftir á fórum við á Lades og Jaqcués og ég týndi öðrum fína smellueyrnalokknum mínum í röðinni inn á Jaqcués. Ferlega fúl.. ætla að kaupa mér nýja áður en ég kem heim. En það er sko engin ástæða til að vera fúll í dag, því Sveinn Þráinn, bróðursonur minn verður sex ára í dag. Því vil ég óska honum innilega til hamingju! Og Sveinn Þráinn, ég lofa að muna eftir að koma með nýja, stóra prumpublöðru þegar ég kem heim...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?