<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 25, 2003

Gleðileg jól! 

Hæhæ og gleðileg jól! Mikið var nú ágætt að koma heim, þó að flugvélinni seinkaði um þrjá tíma!! Ég er búin að fara á kórtónleika, kórpartý, afmæli og hansen. Síðan var aðfangadagur nottla í gær, og gjafirnar voru nú ekki af verri endanum.. Haldiði að bræður mínir og fjölskyldur hafi ekki bara tekið sig til og gefið mér DVD spilara! Þau fréttu nefnilega af því að ég hefði sjónvarp í herberginu hjá mér úti og þá var það ákveðið! Fékk líka Allt á hreinu diskinn með pakkanum, og Sálin og Sinfó í afmælisgjöf frá Magnúsi og Jonnu. Þannig að maður hefur þá eitthvað að dunda sér við á kveldin, er út er komið. Síðan fékk ég alveg ofsalega flottan, síðan, rústrauðan náttslopp úr þunnu flísefni frá fjölskyldunni úti. Ábyggilega ekki ódýr! Svo er hann líka svo hlýr og mjúkur. Annars er allt eins, eins og Ásdís var búin að segja. Nákvæmlega ekkert breyst, nema náttla í fjölskyldunni hjá mér, þar sem nýr aðili er kominn inn. Hún er aaaalgjört krútt! Voðaleg prinsessa. Ég get nú ekki annað sagt en að Hansen hafi verið vonbrigði.. Var voða lítið af fólki sem ég þekkti, en bjórinn þó góður! Ég drakk nú samt bara einn, þar sem klukkan var um tólfleytið þegar við komum og það lokaði klukkan eitt. Síðan var bara rennt heim í hálkunni.. Ég vildi eiginlega að ég hefði verið lengur í afmælinu hjá Vigni. Fjörið var einmitt að byrja um það leyti sem ég fór.. :( En það er svona.... Vitleysingurinn ég þurfti endilega að komast á hansen. Málið var nefnilega að tónleikarnir á sunnudaginn voru ekki búnir fyrren eftir tíu, þannig að við fengum ekki tilboð og þess vegna röltum við Atli heim og sóttum bjórinn sem ég hafði keypt í fríhöfninni og fórum með hann í kórpartýið í Alþýðuhúsinu. Það var mjög gaman þar.. Sérstaklega að kynnast nýliðunum svolítið. Þó sumir.. eða allsérstaklega einn þeirra hafi verið svvvvooooldið mikil hæna. Greyið hvað sú manneskja hefur ábyggilega fengið mikinn móral daginn eftir.. Þið vitið hvað ég meina, þið sem voruð á staðnum... Hinir nýliðarnir voru samt alveg eðal og þá auðvitað sérstaklega hún Dagga. Kvöldið þar endaði á að ég hringdi í pabba og bað hann um að sækja mig og hann skutlaði strák heim uppá Álftanesveg sem ég fattaði svo seinna að er líklegast stjúpbróðir hennar Hörpu, sem ég hef þekkt frá ´89 eða ´90! Fyndið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?