<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 24, 2004

"Við lifum á hákarli, hrútspungum , maga og léttmjólk!" 

Já krakkar mínir.. Íslendingafélagið hérna í "mörkinni" heldur þorrablót 7.feb. næstkomandi. Og það inní Kristjaníu. Kirkjukórinn, sem ég byrjaði í á miðvikudaginn, ætlar að syngja lag sem einn meðlimur hefur samið. Svo það er verið að reyna að redda okkur ókeypis inn.. Vona að við fáum mat líka. Ég er nebbla svo "gömul sál" að ég borða hákarl, harðfisk, svið og margt fleira.. Næstum allt nema súrmat. Nammi nammi namm.. Svo er ball á eftir með Skímó.. Ég hefði nú alveg kosið eitthvað skárra band.. en svona er nú það. Síðan verða líka fullt af gellum úr kvennakórnum sem ætla og svo Svava og Bergdís. Þannig að þetta verður eitthvað allrosalegt stuð. Jaxlinn var eitthvað false alarm.. hef ekki fundið fyrir honum síðan. Nú fer ég að fara í hálfgert frí... Fjölskyldan ætlar að skreppa til Egyptalands í vetrarfríi grunnskólanna 6.-16. feb. Svo ég verð þá ein í slotinu í tíu daga. Það verður ekki slæmt....

mánudagur, janúar 19, 2004

Þegar ég verð stór... 

So.... var að koma af kvennakórsæfingu. Gekk ágætlega.. hef verið beðin um að vera í árshátíðarnefnd, sem ég þáði með þökkum. Ætla að standa fyrir einhverjum gloríum. Mér til óánægju fattaði ég þó á leiðinni út af æfingunni að ég virðist vera að fá endajaxl og er pínu aum í gómnum. Þýðir það þá að ég sé orðin fullorðin? Neðri jaxlarnir voru teknir þegar ég var sextán, sem var um það leyti og ég missti líka seinustu tönnina, en hinir áttu að koma sjálfir niður, sem þeir hafa greinilega loksins ákveðið að gera.. allavega þessi vinstra megin.. Vonandi fylgir þessu ekki mikið meiri sársauki... %¤(!*?&¤#!!

sunnudagur, janúar 18, 2004

Lögregludagbókin.. 

"Rólegt hefur verið hjá Lögreglunni þessa helgi, en á föstudeginum var þó þónokkuð um ölvun. Byrjaði kvöldið á teiti í Frederiksberg en lítið bar þó á slagsmálum. Seinna um kvöldið færðust drykkjulætin þó í miðbæ Kaupmannahafnar og enduðu á Lades Kælder og voru þar ungmenni dansandi frameftir nóttu. Laugardagur var svo rólegur enda fólk ennþá að jafna sig á atburðum fyrri nætur. Ekkert var um að vera á sunnudeginum samkvæmt venju. Telur lögreglan að þetta hafi verið atburðalítil, en jafnframt slysalaus helgi." Helgin byrjaði semsagt á partýi hjá Svövu, vinkonu Bergdísar og þangað komu einn íslenskur strákur, einn pólskur og fimm færeyingar. Síðan löbbuðum við niðrí bæ á Lades og dönsuðum til fimm. Í gær var ég svo að passa strákana um kvöldið og í dag vaknaði ég um þrjúleytið, fór út og keypti mér kínamat og kom svo heim og horfði á pælotinn af Ally Mcbeal.. bara þvílík snilld sem þessir þættir voru, og það alveg frá byrjun! Ég festist nefnilega ekki í þeim fyrren um miðja fyrstu seríu. En hérna hafiði þá tvær mismunandi orðaðar útgáfur af helginni. (Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá var löggan ekkert að skipta sér af okkur!)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?