<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 07, 2004

Meehehehe 

Ojæja.. nú er loksins komið að þorrablótinu.. Ég fékk reyndar ekki miða í matinn, en fer á ballið. Kirkjukórinn ætlar að hittast á Spicy Kitchen kl.hálfsjö og borða og rölta svo yfir til Christianiu um níuleytið. Ég er hálfpartinn að vonast til að geta kippt smá harðfisk og hákarl með mér á leiðinni upp á svið. Eftir skemmtiatriðin verður ballgestum hleypt inn og Skímó byrjar að spila... Héðan af Amicisvej er annars allt ágætt að frétta.. Það er aftur orðið hlýtt. Maður er farinn að geta farið út á stuttermabol og vorlaukarnir eru komnir upp. Liðið fór í gærmorgun og Svava kíkti aðeins í heimsókn í gærkveldi. Síðan kemur Bergdís heim í dag frá Íslandi. En vitiði bara hvað! Ég fékk símtal frá Hollandi í gær. Það var hún Lína Dögg. Hún var að segja mér að hún væri að koma til Danmerkur næstu helgi og langaði að hitta mig.. þannig að við ætlum að kíkja eitthvað á föstudeginum. Það verður gaman að sjá hana, því við höfum ekki hist, ef ég man rétt, síðan á annan í jólum 2001. En allavega.. ég þarf að fara að taka mig til.. Skjáumst! ;)

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Hail to the thief. 

Hann er nú meiri helvítis nasistinn þetta fífl Hefði alveg mátt kafna á þessari saltkringlu hérna um árið, mín vegna....

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Það eina sem allir eiga... 

Ég hef verið svolítið löt við að óska fólki til hamingju með afmælið núna í janúar, hérna á blogginu, eftir afmælisölduna sem reið yfir í desember.. en mig langar að óska Birnu Dögg súpersópran til hamingju með 21árs afmælið núna í fyrradag, 1.feb. Og fyrst ég er nú byrjuð á þessu, langar mig að óska Davíð Geirs. til lukku með 24ára afmælið og Mymi og Ingibjörgu í kórnum til hamingju með 19ára afmælin sín 16.jan. og Hjördísi með 22ára og Láru með 23ára afmælin sín 20.jan. Jamm jamm og já. Betra er seint en aldrei..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?