<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 20, 2004

"Í sextánda sæti leeeeendum við! Við skulum ekki miss´af þvííí" 

Fyrir þá sem ekki geta komið fyrir sig fyrirsögninni, þá var þetta einhverntímann í Spaugstofunni ´89, eða ´90 og sungið við Eurovision jingle-ið. Bara svona til að hafa það á hreinu... Annars er ástæðan fyrir henni sú að ég heyrði danska lagið um daginn, sungið af "Íslendingnum" og það sökkaði feitt.. er með svona spænskum takti og bara einfaldlega of venjulegt til að skera sig eitthvað úr í keppninni. Söngvarinn var heldur ekkert svaka... Síðan var ég líka að heyra að sá sem samdi íslenska lagið sé ¤&)=?!!"¤&¤/!!! Skuldi fólki sem hafi verið að spila fyrir hann fúlgur fjár, og þegar það hafi hringt í hann segi hann bara.. "Ég hélt ég hefði verið búinn að borga" Ohh.. ég þoli ekki svona aumingja.. Reyndar langar mig að heyra lagið, því það getur nottla vel verið að hann sé prýðistónskáld, þó karakterinn sé ekki upp á marga fiska.. En vitiði bara hvað? Það lýtur út fyrir að ég sé jafnheppin í öðrum löndum eins og á Íslandi. Mín vann nefnilega bíómiða í netleik um daginn. 2miðar á The Last Samurai. Bara nokkuð gott, ekki satt? Langaði nefnilega soldið á hana, sko.. Seinast þegar ég vann eitthvað, þá voru það tveir miðar á Legally Blonde 2 heima á Íslandi, sem ég ætlaði að bjóða Bryndísi á, en það endaði með að ég sótti aldrei miðana. Fór svo einmitt á hana með Bergdísi og sé eftir að hafa þurft að borga mig inn. En það verður að hafa það. Svo var eitthvað eitt í viðbót sem ég ætlaði að segja ykkur... Jááá.. heyrðu.. það bankaði sótari uppá hérna um daginn og spurði hvort hann mætti fægja skorsteininn hjá mér (nú heyrist ábyggilega illkvittnislegur hlátur í þeim sem eru með soralegan hugsunarhátt) Allavega.. ég féll bara í stafi.. afþví að gaurinn var næstum því eins og klipptur útúr Mary Poppins. Með sótrendur í framan, svartan pípuhatt og eitthvað víradrasl hangandi á öxlinni. Ég verð nú að segja að mér fannst þetta ótrúlega heillandi. Svo var hann líka eitthvað svo spes í útliti.. lítill með alveg skærblá augu.. eina sem skemmdi heildarímyndina var að hann var með gemsa hangandi í beltinu. En mér fannst þetta alveg frábært með pípuhattinn.. Gaman að því að þessari starfsgrein sé haldið við. En jæja.. ég veit að það eru margir sem nenna ekki að lesa löng blogg, þannig að ég læt þetta nægja í bili.. og endilega kommentið nú eitthvað hérna hjá mér.. mér leiðist svo að fá aldrei neitt feedback. =) Bæjó!

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Long time no see 

Jæja.. það var verið að benda mér á um daginn að það væri nú orðið svolítið langt síðan ég skrifaði. Ég get víst ekki verið lengi núna, því það eru tvö öskrandi börn sem langar í tölvuleik hérna hangandi á öxlinni á mér. En þorrablótið var algjör snilld, þó frammistaða kórsins hafi kannski ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Skímó voru bara mjög góðir.. Síðan djammaði ég aðeins á þriðjudaginn og mikið á fimmtudag og föstudag. Á fimmtudeginum bauð ég Bergdísi og Svövu í mat og svo fórum við í bæinn.. á föstudaginn kom Svava yfir til mín og við fórum tvær í bæinn og hittum pólskan vin hennar og Bergdísar.. Bergdís komst ekki með.. á laugardaginn fór ég svo í 25ára afmæli hjá Steinunni í kirkjukórnum. Það var ógeðslega gaman. Á mánudaginn kom liðið svo heim seint um kvöldið og ég fór á kvennakórsæfingu.. eftir það ætlaði ég að hitta stelpurnar á kaffihúsi, sem breyttist svo í bar. Síðan fórum við uppí Lyngby til Bergdísar og djömmuðum til 3, elduðum okkur svo mat og fórum svo að sofa.. eða við ætluðum að fara að sofa.. en við láum aðallega og hlógum til sjö og svo keyrði Bergdís mig heim.. Í gær svaf ég svo mestallan daginn.. Amman kom nefnilega til að passa strákana, þannig að ég þurfti ekkert að gera.. en í staðinn er ég búin að vera ógeðslega dugleg og ryksuga stofurnar, skúra eldhúsid og þrífa baðherbergin.. hef ekki svitnað svona mikið í marga mánuði. En svo er kirkjukórsæfing í kvöld og þið heyrið meira frá mér fljótlega.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?