<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 12, 2004

Hola mes amigos! 

Yo, what´s up? Um seinustu helgi fór ég semsagt uppí Lyngby á föstudeginum í strætó og svo fórum við heim til Svövu eftir að búið var að laga Kitty kitty bang bang (bílinn hennar Bergdísar). Eftir það kíktum við Bergdís á Lades, en ákváðum svo að fara aftur uppí Lyngby þar sem allir Færeyingarnir voru á drykkjumaraþoni á Pop-kollegiet. Þar var dúndurstuð. Síðan tókum við leigubíl uppá Kampsax (ég, Bergdís, Kristian og Janusz) og fórum í "hver er maðurinn" inná herberginu hennar Bergdísar. Ég var Sean Penn. Eftir að við vorum öll búin að fatta hver við værum og allur bjórinn búinn, fóru Janusz og Kristian heim og við fórum að sofa. Á laugardaginn vöknuðum við um tvöleytið og pöntuðum pizzu. Síðan hringdi Krissa um kvöldið og kom svo yfir og við horfðum ekki á mynd með Harrison Ford. (Myndin var semsagt í gangi, en það náð engin okkar að fylgjast með söguþræðinum) Á sunnudaginn hittum við svo Svövu inná Nørreport og fórum á grískan grænmetisstað sem heitir RizRaz.. ég vissi ekki að matur sem ekki inniheldur kjöt gæti verið svona góður! Allavega.. síðan fórum við á kaffihús eftir á og svo löbbuðum við heim til okkar Svövu og Bergdís sótti bílinn sinn og ég hljóp heim og sótti bíómiðana mína og við Svava fórum á Last Samurai. Okkur fannst hún svoldið löng en mjög góð. Núna á mánudaginn ákvað ég svo að hætta í kvennakórnum. Ég bara einfaldlega á ekki 1200kall til að borga önnina. Ég þarf samt að borga 700kall fyrir tímann sem ég hef verið. Ég vissi ekki að þetta væri svona andskoti dýrt! Enívei, þá er kirkjukórinn ókeypis og ég verð bara að láta mér hann nægja. Þannig að ég er að syngja á morgun á opnun á listaverkasýningu í sendiráðinu og eftir það er ferli mínum í Kvennakór Kaupmannahafnar lokið. Eftir að við verðum búnar að syngja um fjögurleytið, förum við beint í partý til Höbbu og svo byrjar TDC partý hjá Svövu klukkan átta. TDC stendur fyrir Tour de Chambre og felst í að hvert herbergi er með sitt þema (land) og býður uppá einn drykk og einn rétt frá því landi. Svava verður með mexíkanskt þema (sem að ég stakk uppá =) ) og ætlar að bjóða uppá Tequila og nachos. Ég veit ekki alveg hvort að það verður Corona bjór líka, (sem að er algjört piss) en ég efast um það. En þetta verður líklega eitthvað skrautlegt. Annars læt ég ykkur vita hvernig fór í næstu viku.

mánudagur, mars 08, 2004

Afmælisbörn dagsins... 

Í dag eiga tveir sem ég þekki afmæli, og þau eru bæði fædd ´83 Mig langar að óska Ásdísi og Sölva til hamingju með 21árs afmælin! Ég veit að Stísa á ábyggilega eftir að sjá þetta, en ég efast um að Sölvi sé mikið að skoða blogg á milli þess að hann er að slá golfvelli útí Skotlandi, en ég ætla samt að senda honum kveðju. Þið sem haldið sambandi við hann komið því kannski til skila. Svo er gaman að geta þess að James Van Der Beek (Dawson) er 27 ára og Freddie Prinze Jr. 28. Þið sem haldið sambandi við þá komið kannski kveðju líka til skila. Annars kemur dagbók lögreglunnar yfir helgina seinna. Pís át!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?