<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 27, 2004

paaaartei! 

Árshátíð kórsins í gær, partý hjá Jóa í kvöld.. syngja í messu á morgun... ohh.. ég er svo bissí! Partýið í gær var voða fínt. Það var haldið heima hjá Ásdísi kórstjóra og við pöntuðum mat og bara kósí.. þegar langt var liðið á kvöldið og þeir sem voru eftir voru búnir að æfa Tourdion og nokkur fleiri lög sagði Ásdís að ég væri með svo flotta jazzrödd, hvort ég gæti ekki sungið eitthvað fyrir þau og mín hóf upp rödd sína og söng Fever alveg ófeimin (sýnir kannski best í hvaða ástandi ég var) og svo tók ég dúett með strák sem heitir Þráinn og er nýbyrjaður í kórnum. Við sungum My Funny Valentine og fengum klapp fyrir. Gaman að´essu! jæja.. en núna ætla ég að fara að drífa mig í metróinn til hans Jóa spóa. Skjáumst!

þriðjudagur, mars 23, 2004

TDC, Ísland, eurovision o.fl.... 

Sæl elskurnar mínar! Hvað segist? Ég er búin að hafa það gott seinustu tvær vikurnar. Man reyndar ekki mikið eftir TDC partýinu, en man samt að mér fannst mjög gaman. Núna um helgina var ég svo að passa á föstudeginum og fór svo í upptökur á laugardeginum að syngja inná plötu hjá einum í kirkjukórnum. Það tókst mjög vel, og það skemmtilegasta var að við máttum sjálf búa til bakraddir. Um kvöldið heyrði ég svo í Bergdísi og fór svo uppá Nørrebro til önnu vinkonu hennar. Síðan kíktum við niðrí bæ á einhvern algjöran snobbstað, svo við Bergdís létum okkur hverfa fljótlega. Þegar uppí Lyngby var komið var svo heppilegt að það var TDC partý á ganginum hjá kærasta hennar Bergdísar, þannig að eftir að þau fóru inn í herbergi, gat ég verið áfram að djamma. Ég fór ekki yfir í herbergið hennar Bergdísar, fyrren um sexleytið. Í gær fór ég svo yfir til Svövu í heimsókn meðan Bergdís var að lita og klippa á henni hárið. Hún klippti mig líka þessi elska. Svo nú er ég með voða fínt hár. Nú fara páskarnir að nálgast og ég bað mömmu um að senda mér Góu-páskaegg út. Hún harðneitaði. Ég gæti bara fengið það eftir páskana. Gamla settið er nebbla að fara að halda uppá sextugsafmælin sín þ.16.apríl, svo ég skrepp heim 15.-20. Bara verst að þetta er akkurat á tvítugsafmælisdaginn hennar Bryndísar, því að annars hefði ég kannski getað náð því líka. (þ.e.a.s. ef hún heldur uppá það, I dunno..) En ég get kannski hitt hana daginn eftir, + öll ykkur hin krúttin mín. Mússí mússí... Og jamm og já.. ég er eiginlega upptekin um hverja helgi fram að helginni 24.apríl. Næsta föstudag er nebbla árshátíð kirkjukórsins og svo er messa á sunnudaginn. 3. og 4.apríl eru æfingabúðir á Lollandi. Síðan koma páskar og technically séð er ég reyndar ekkert að gera þá, en það eru samt páskar.. og helgina eftir það verð ég heima á Íslandi, svo að ég verð líklega í flugvél áður en ég veit af. Time flies, when your having fun! Svo.. við sjáumst vonandi bráðlega. :) Og já.. ég var að heyra eurovision lagið.. You go Jónsi!!! það er soldið góður linkur hérna á öll lögin.. svo heldur gaurinn sem er með þessa síðu líka með Íslandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?