<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 30, 2004

Nei.. þú hér! 

Hæhæ.. partýið hjá Jóa var ósköp rólegt, fyrir utan nokkrar hlátursgusur í hinum aðallega á minn kostnað. Það byrjaði á því að þegar ég kom voru Ingvi (bróðir hans Hjartar) og Gvendur mættir og ég spurði Ingva hvernig hann hefði komist heim.. Hann horfði á mig í smástund og glotti og kallaði svo í Jóa og sagði að hverju ég hefði spurgt. Ég vildi fá að vita hvað væri svona fyndið og þá sagði hann mér að hann hefði setið við hliðina á mér í leigubílnum.. uu.. ok! (ég gisti nebbla heima hjá Hrafnhildi á Øresundskollegie) Síðan þegar Ásdís og Finnur voru að pæla í hvernig þau færu heim, þá spurði ég hvar þau ættu aftur heima og Ásdís svaraði: Halló!, þú varst heima hjá mér í gær! Og síðan fóru þau að segja mér að það hefði verið partý heima hjá henni daginn áður, sem ég hefði greinilega alveg misst af. Ég mundi það nú alveg reyndar, ég bara talaði áður en ég hugsaði. Í gær var síðan barnamessa sem við sungum í og fórum svo í kaffi í Jónshúsi. Eftir það fórum við Hrafnhildur í "window shopping" niðrí bæ. Þráinn ætlaði fyrst að rölta með en sá svo að þetta var nokkuð mikið úr leið frá Nørreport. Við Hrafnhildur skoðuðum í glugga í svona tvo tíma og líka uppá Vesterbrogade. Síðan þegar við kvöddumst, ákváðum við að við ætlum að fara á Along Came Polly á fimmtudaginn. Í kvöld var ég svo að komast að því að ég verð líklega alein heima alla næstu viku og framyfir páska. Það verður skrýtið að vera ein yfir hátíðarnar, en ég hitti nú krakkana í páskamessu allavega, og kannski maður kíki eitthvað til Hönnu ömmusystur. Svo verð ég líka að fara að hitta Bergdísi og Svövu, ég hef ekki séð þær síðan um þarseinustu helgi. En allavega.. Klukkan er að verða eitt hérna, svo ég býð ykkur góða nótt!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?