<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Hlekkjanir 

Ákvað að leysa nokkra úr hlekkjum þessarar síðu og bæta öðrum við.. Hjördís og Bryndís hafa t.d. verið dauðar úr öllum æðum í nokkra mánuði og Oddur og Ásdís líka. Í staðinn ætla ég að setja hana Ásdísi Arnalds, kórstjórann minn inn. Raquelíta Rós fær líka einn hlekk. Svo mun eitthvað bætast við þetta á næstu dögum....

Fjölskyldan mín 

Veit ekki alveg með bróðurinn, en er ánægð með systu.. Mamma og pabbi eru líka kúl.. líst samt ekkert á Krókódílamanninn fyrir kærasta...
Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomSharron Osbourne
DadChristopher Walken
BrotherCarrot top
SisterBritney Spears
DogRin tin tin
BoyfriendSteve Irwin
Best friendEnya
Created with quill18's MemeGen 3.0!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Æfingabúðir o.fl. 

Krakkar mínir komið þið sæl! Á bergi Friðriks er snjókoma eins og stendur.. það er nú ekki allt í lagi! Það var 14 stiga hiti fyrir viku!!! Oh well.. þetta er víst ágætt til að venja mann við heimkomunni eftir 9 daga.. Um helgina var svaka fjör. Við hittumst uppá Hovedbanegården klukkan 8:15 og vorum komin á áfangastað eitthvað um tólfleytið. Eftir að íslenski kórinn frá Lundi, í Svíþjóð var kominn var sest að snæðingi. Síðan kom Sólrún Bragadóttir, óperusöngkona og hélt námskeið fyrir okkur. Þetta var mjög fræðandi og skemmtilegt. Hún kenndi okkur ekki bara að syngja, heldur einskonar hugleiðslu, punktanudd og um rétt mataræði líka. Eftir að hún var farin fórum við að syngja við gítar- og píanóundirleik. Kórstjórinn frá Lundi, sem heitir Ásgeir, var alveg magnaður jazzpíanisti. Síðan var lasagna í matinn og flestir voru með bjór, hvítvín, eða rauðvín með. Síðan var drukkinn bjór eftir matinn og sungið meira. Um tólfleytið ákvað Ásdís svo að við þyrftum að æfa "til þín drottinn, hnatta og heima" og "englar hæstir, andar stærstir" fyrir messuna, sem var klukkan tíu daginn eftir. Eftir svolítið ræræræ þótti það fullæft. Ég fékk mikið lof fyrir að vera eini altinn. Síðan fór fólk að tínast inn, en þeir gallhörðustu héldu þó aðeins áfram (undirrituð meðtalin) ég fór að sofa rúmlega fjögur. Síðan vöknuðu allir um níuleytið og fengu sér morgunmat og kaffi.. miiiiikið af kaffi!! Við ætluðum að hita upp í kirkjunni, en það voru eiginlega allir kirkjugestirnir mættir. Söngurinn tókst nú bara með afbrigðum, miðað við aldur og fyrri störf. Um tvöleytið lögðum við svo í hann útá lestarstöð, sem var hálftíma í burtu. Eftir veginn endalausa í rigningu og úða komum vi­ð loksins þangað. Við fórum inní lítið hús þar til að fá smá skjól. Þar hringdi ég svo í Magnús bróður og óskaði honum til hamingju með afmælið og kórinn söng afmælissönginn fyrir hann. Kallinn bara orðinn 36ára! Hann þakkaði pent fyrir sig. Í gær vaknaði ég svo klukkan 14. og sá að Magga frænka hafði hringt. Hún ætlaði nefnilega að láta mig fá farmiðann minn. Ég fór og hitti hana á Hbgården um þrjúleytið og hitti þar líka Harald, manninn hennar og Dröfn, gamla dönskukennarann minn og Ásgeir, manninn hennar. Við ákváðum að kíkja eitthvert í kaffi og Magga og Harrý buðu mér uppá það. Haldið ekki að hún hafi verið svo sæt að gefa mér NóaSíríus páskaegg nr.3! Síðan rölti ég strikið með þeim og við enduðum inná Hviids vinstue, þar sem Magga vildi borga bjórinn fyrir mig, en ég harðneitaði því nú og borgaði sjálf. Síðan fórum við að skoða afrískt gallerí hjá konu frænda míns, sem ég hef aldrei hitt. Síðan fóru Magga og Haraldur heim með henni og ég fór til baka með Dröfn og Ásgeiri. Við ákváðum að setjast að snæðingi á Hbgården og þau buðu mér uppá matinn þar. Svo að mér leið nú bara eins og prinsessu eftir daginn. Í dag hef ég svo ekki gert neitt nema að horfa á sjónvarpið.. Þarf að drífa mig útí búð fyrir átta, því að ísskápurinn er galtómur! Adíos!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?