<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Stikkorð frá helginni.. 

Á föstudaginn fór ég í brunch til Maríönnu, dóttur Hönnu og Chris með öllum börnum þeirra, og barnabörnum. Um kvöldið borðaði ég síðan hreindýrakjöt heima hjá Hönnu frænku með sama fólki + Þorbjörgu frænku, Umaro kærastanum hennar og Telmu dóttur Þorbjargar. Ég fór í lest um níuleytið og hitti Svövu niðrí bæ en það var bara stutt, því að hún var að fara að vinna daginn eftir. Við ákváðum að borða saman á páskadag og fórum þess vegna á laugardeginum að versla. Ég gerði ekkert meira þann dag, nema að sitja aðeins úti í sólba­ði. Á Páskadagsmorgun vaknaði ég svo og las málsháttinn minn og dreif mig svo í St. Paulskirkju. Þar söng kórinn í messu fyrir svona átta manns... kannski tíu.. Síðan rölti ég heim í gegnum bæinn. Það var allt pakkað af túristum með myndavélar og eitthvað. Síðan kom Svava um hálfsjö og við elduðum og höfðum það bara ótrúlega huggulegt. Síðan settumst við út í garð og röbbuðum og horfðum á stjörnurnar. Ég sagði henni frá áætlun minni um að fá mér pöndu til að geyma í garðinum afþví að það er dálætis bambusrunni þar, svo það myndi nú ekki væsa um hana. Henni leist vel á það svo nú er bara að safna fyrir ferð til Kína og ná sér í einn Tao Tao ("þar er Tao Tao... Tao litli Tao.. gættu vina þinna Tao miiiiinn....") Nema maður plati Fridu bara til að koma með einn til baka næst þegar hún heimsækir Pong Buo! Í gær kíktum við Svava svo niðrí bæ um fimm, eða sex-leytið og fengum okkur að borða á Papa´s Pizzeria. Þar afgreiddi ótrúlega sæti þjónninn okkur sem afgreiddi mig líka þegar ég fór með mömmu og pabba í október. Þegar við vorum búnar með nachosið okkar kom hann og spurði: Finito, finito? Svava sagði ja, en ég var eitthvað að djóka og sagði Sí. þá leit hann strax á mig og spurði "parla tu Italiano?" Ég varð frekar vandræðaleg og sagði nej. Síðan vorum við eitthvað að spjalla og þá kom hann og spurði hvort við vildum kaffi... eða tequila..! Við hlógum bara og afþökkuðum pent. Síðan kíktum við inná Drop-inn sem er kaffi-bar. Þar vorum við búnar að sitja í dágóða stund, þegar hljómsveitin byrjaði að spila. Þeir voru alveg klikkað góðir! Þrír kallar um fimmtugt og einn þeirra er með kokkaþátt í sjónvarpinu. Þeir heita Mik Schack, Billy Cross og Flemming Ostermann. Við tímdum ekki að fara fyrr en þeir hættu að spila klukkan eitt. Meðalaldur áhorfenda var um fertugt, svo við vorum langyngstar þarna inni, en það var allt í lagi... En þetta voru nú páskarnir hjá mér.. Síðan kem ég heim ekkiámorgunheldurhinn svo ég hlakka bara til að sjá ykkur öll. Bless í bili!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?