<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 23, 2004

Það er komið sumar!!! 

Ótrúlegt hvað allt getur breyst á einni viku.. T.d. eru öll tré búin að blómstra og það er ekkert smá fallegt.. ég hef aldrei séð svona nema í myndunum.. Svo var líka átján stiga hiti í gær, sem ég naut nú frekar lítið, því ég hékk inni í tölvunni að æfa altinn í dýrðarsöng. Það er nefnilega hátíðarmessa í St. Pauls kirke á sunnudaginn. 40ára afmæli íslensku kirkjunnar hérna, eða eitthvað þannig. Biskupinn mætir og allir sem hafa verið prestar í þessi 40 ár. Síðan kemur Dómkórinn líka og eitthvað svaka.. þrátt fyrir að þau syngi líka einhver lög sér, eru þetta um tíu lög sem við þurfum að æfa.. eitthvað sameiginlegt en líka sér. Þ.á.m. er þessi dýrðarsöngur sem kvintett af stelpum syngur. Ég er eiginlega að vona að ég hafi misskilið Hrafnhildi, þegar hún var að biðja mig um þetta, því hún sagði " Við ætlum að syngja fimm saman, og þá syngur ÞÚ altinn" Á ég að vera ein í altinum.. nei, það getur ekki verið.. Myndi svosem alveg reddast.. Ég kemst að þessu öllu á eftir, því ég er að fara í bæinn með Hrafnhildi að veita henni annað álit á skóm sem hana langar í. Síðan er líka aukaæfing á morgun kl. 17 og aldrei þessu vant, ætlar presturinn bara líka að láta sjá sig! Fastráðinn organisti að nafni Mikael, mun ekki spila í messunni, þar sem hann er að verða fimmtugur á morgun og ætlar að vera þunnur á sunnudaginn.. Snillingur! En þeir sem staddir eru útí Danmörku og vettlingi geta valdið endilega látið sjá ykkur kl.13 á sunnudaginn í St. Pauls kirke, St. Pauls Gade. Sjáumst!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Ísland, farsælda frón, kafli tvö 

Enívei.. ég ákvað að skella mér á Stuðmannaball með Magnúsi bróður og Jonnu, og nokkrum ættingjum. Stuðmenn stóðu sig nú alveg, en þetta var bara svolítið stutt.. Allavega til að gera langa sögu stutta, þá fór smám saman að heltast úr lestinni og við Magnús bróðir enduðum tvö saman á djamminu niðrí bæ og skemmtum okkur bara ferlega vel. Laugardagurinn fór svo í hvíld og síðan mætti allt liðið á sunnudeginum, til að horfa á gömlu opna gjafirnar. Ég kíkti aðeins á Hansen um kvöldið og líka á mánudaginn.. Síðan kom nú að heimferð.. Flugið var áætlað að fara 14:50, en þegar allir voru sestir inn, sagði flugstjórinn að það hefði komið upp bilun á jörðu niðri og það gæti tekið uppí þrjá tíma að laga hana. Jey! Ég fór á kantínuna og var varla búin að kaupa mér samloku, bjór og lítinn doritos fyrir næstum 1000kall þegar var sagt í hátalarakerfinu að IcelandExpress byði farþegum sínum uppá veitingar.. frábært.. en ég var allavega svo heppin að það var yndæl kona sem settist hjá mér afþví að hún var líka ein og við spjölluðum heilmikið saman og styttum hvorri annarri töluvert stundir. Þegar biðin var loksins búin, var flogið af stað og ég var lent hérna um ellefuleytið, í stað 19:40. Ekki nóg með það heldur var taskan mín í smalli. Hjólin dottin af, og ég veit ekki hvað! Það tók a.m.k. hálftíma í viðbót að redda því, og ég fékk nýja flotta tösku í staðinn. Eftir allskonar vesen í viðbót og 20 mín. bið eftir lestinni, kom ég loksins heim um hálfeitt. Úff, hvað það er leiðinlegt að ferðast ein..

Ísland, farsælda frón, kafli eitt 

Það var nú ekki fallegt veður á fróni, þegar þar var lent um þrjúleytið seinasta fimmtudag. Vélin hristist öll og skalf í ókyrrðinni en þó kom rokkarinn (söngvarinn í Iron Maiden, sem ég man ekki hvað heitir) okkur öllum heilum á húfi niður á fast land. Þegar ég var búin að sækja töskuna mína, fór ég út fyrir og þar beið gamla settið með tárin í augunum. Það var nú ósköp gott að sjá þau í þrívídd. Síðan á leiðinni frá Kefló hringdi ég í Binnu mágkonu og bað um strípur. Það þótti nú lítið mál og ég dreif mig þangað eftir að hafa hent töskunum inn. Jóna Vigdís, litla frænka brosti sínu breiðasta þegar ég kom og var nú ekki feimin við frænku sína, þó hún hefði ekki séð hana síðan hún var rúmlega mánaðargömul. Eftir strípurnar fór ég svo niðrí skátahús að hjálpa til við að skreyta, og síðan á kóræfingu klukkan hálfellefu með Nos Omnes. Hún var búin á miðnætti og þá fór ég heim og sofnaði stuttu síðar. Föstudags-dagskráin byrjaði svo um hálftólf, þegar kórinn hélt aðra æf. uppí Flensborg. Síðan fór ég aftur niðrí sal og svo til Sveinu að smyrja snittur. Það var allt á hundrað til hálfátta, en þá átti einmitt veislan að byrja, þannig að við mamma mættum ekki fyrr en átta, því við áttum eftir að hafa okkur til. Veislan tókst með afbrigðum og var bara mjög gaman. Mér tókst að halda brosinu á meðan ég þuldi upp svona áttatíu sinnum "Já mér líður mjög vel úti", "kom í gær, fer á þriðjudaginn." "Krakkarnir eru þriggja og sex ára" og þar frameftir götunum... Fólkið fór að tínast út um hálftólfleytið (meiri gamlingjarnir) eftir að myndasýningin og kórinn var búinn en eftir þvílíkar viðtökur. Þeir allhressustu voru áfram og dönsuðu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?