<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Dúllídúll 

Ef hún Jóna Vigdís, 5 mánaða bróðurdóttir mín er ekki krútt, þá veit ég ekki hvað!

Gúrkutíð 

Mér finnst alltaf jafnfyndið, ég sem bý hjá fréttastjóra TV2 að frétta hluti frá Danmörku á mbl.is! Alveg frekar fáránlegt. Annað sem mér finnst reyndar ekki fyndið er hvað ég skil ótrúlega illa í gegnum síma. Ég þoooooli ekki að svara í símann hérna þegar ókunnugt fólk er að hringja, því það talar svo óskýrt.. Reyndar eru þetta aðallega einhverjir að reyna að selja tóner og bækur, svo það skiptir ekki miklu máli.. En samt pirrandi.. Sérstaklega afþví að ég er farin að tala nokkuð reiprennandi dönsku, en verð greinilega að sjá manneskjuna til að skilja hana. Pis og lort!

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Blíða í Baunalandi 

Fannst tími til kominn að láta í mér heyra aftur. Á föstudaginn fór ég í bæinn með Hrafnhildi, fór svo heim með henni og horfði á sjónvarpið og fór svo í stelpupartý hjá Svövu. Þar voru staddar Bergdís, Svava, Anna vinkona Bergdísar og Kristine vinkona önnu. Við fórum svo í bæinn þar sem við hittum fimm stráka úr hernum sem buðu uppá romm í sprite restina af kvöldinu. Þeir fóru svo heim um þrjúleytið afþví að þeir áttu að standa vakt uppá Amalienborg klukkan hálftólf, með bjarnarfeldinn á hausnum og allan pakkann. Það hefði nú verið gaman að fara uppeftir og veifa þeim og kalla nafnið þeirra og sjá hvort þeir gætu haldið andlitinu.. En það varð nú ekkert úr því. Á laugardag var svo æfing uppí Jónshúsi og svo fór ég beint uppá Øresunds kollegie, því ég ætlaði á tónleika með Steintryggi um kvöldið. Ókeypis inn og svaka stemmning.. Ég kom um fimmleytið uppeftir og við Hrafnhildur og Katrina, sænsk vinkona hennar fengum okkur pizzu og hvítvín í kvöldmat. Síðan fórum við niður um tíuleytið og þeir byrjuðu fljótlega að spila. Þvílíkir endemis snillingar sem þetta eru! Þar ber helst að nefna "Ólaf hinn ósýnilega" sem Sigtryggur kynnti í byrjun kvöldsins. Sá hinn sami spilaði á saxafón, bassa o.fl. (það var semsagt allt á teipi) Síðan sló Sigtryggur Baldursson algjörlega í gegn með dönskukunnáttu sinni. "Denne sang handler om mænd som kommer fra... flóttamannabúðir.." og fleiri góðir taktar. Tónlistin var frábær og svo kom strákur sem er einhver meistari í rímum.. Danskur, sko.. og tók nokkur ljóð á ensku á meðan þeir spiluðu undir. Eftir að þeir hættu að spila, fórum við niður á hinn barinn og ég drakk einn bjór. Síðan þegar við komum upp (ég og Hrafnhildur, Kristina var farin) sáum við að rímnastrákurinn var að fara og þökkuðum honum fyrir kvöldið og sögðum honum að hann ætti að halda þessu áfram. Það spannst uppí samræður svo að við stóðum og spjölluðum við hann og vin hans í rúman hálftíma. Hrafnhildur bauð þeim að koma upp og smakka japanskan vodka, en Frank, þessi með rímurnar var að fara að hitta vin sinn á Moose, og þó að hinn virtist alveg vilja koma, þá vildi hann ekki koma einn, sem ég get alveg skilið. Eftir að við kvöddum þá, fórum við upp að sofa og vöknuðum um níu. Ég fór heim um tíu var kominn hálfellefu, og skipti um föt og dreif mig svo af stað aftur og var kominn uppí kirkju að syngja í messunni klukkan hálftólf. Messan gekk mjög vel, og við höfum fengið lof fyrir sönginn. Næsta helgi er svo alveg óráðin, en þarnæstu verður kóramót með Grænlendingum, Færeyingum og Íslendinum í sameiginlega menningarhúsinu okkar á Strandgade 100, en meira um það seinna meir....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?