<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 14, 2004

Bryllup 

Jæja.. þá er loksins komið að því! Dagurinn er runninn upp. Ætla niðrá Amalienborg slotsplads með Svövu í dag til að heilsa uppá Frikka og Maju. Það er bókstaflega allt Sjáland undirlagt fyrir þetta blessaða brúðkaup. Allir strætóar eru með ástralskan fána öðrumegin og danskan hinumegin. Aumingja Mary er búin að líta dauðþreytt út seinustu þrjá daga, enda er búin að vera stöðug dagskrá seinustu viku frá svona ellefu f.h. og til miðnættis. Hún þarf ábyggilega líka að vakna klukkan sjö til að fara í förðun og hárgreiðslu og svo að bera þunga kórónu allan daginn. Friðrik lítur hinsvegar út fyrir að vera hress, enda fær hann pottþétt að sofa lengur og svo er hann aldrei með kórónu, sem ég skil reyndar ekkert í. Spáin í dag segir að það verði skýjað og jafnvel rigning, en ég er ekki frá því að hún nafna mín sé að fara að kíkja aðeins á skötuhjúin í dag. Annars verð ég að kíkja útí banka núna, því það lokar flest klukkan tólf. Þau lengi lifi! Húrra x4 !!!

Samsæriskenningar... 

Brestir í hjónabandi forsetans????

fimmtudagur, maí 13, 2004

Keypmannahafnartíðindi 

Seinasta helgi var algjör snilld! Ég fór á þetta kóramót á NorðurAtlantsbryggju með færeyingunum og grænlendingunum. Fólk er ennþá að jafna sig.. Reyndar tókust tónleikarnir ekkert ossa vel.. Við frumfluttum verk eftir Huga Guðmundsson, sem heitir Effigiem. Stjórnandi var enginn annar en hinn víðfrægi Bernharður Wilkinson. Snillingur! Enívei.. þá var þetta 16radda verk og við æfðum það samtals í mesta lagi 3 tíma.. ekki alveg nóg.. enda eru ekki margir kórar sem tekst að enda verk í dúr, sem á að vera í molli! Hmmoah.. eftir fíaskóið var svaka veisla, þar sem undirrituð var sett í að ganga á milli borða og bjóða uppá ákavíti. Mjög gaman. Síðan talaði ég aðeins við "Benna" og bað hann um að skila kveðju til Vignis og tótu. Hann var nebbla að fara til Íslands og hitta Hljómeyki á sunnudeginum. Spurning um hvort hann hafi skilað því.. efast um að hann hafi munað það... Helgin framundan er svo alveg pakk.. aðallega laugardagurinn. Á morgun er "brúðkaup aldarinnar" og ætli maður kíkji ekki eitthvað niðrí bæ að líta á dýrðina. Hef heyrt að það sé fullt af prinsum á lausu mættir! ;) Á laugardaginn er ég svo að fara í frokost til Hönnu klukkan ellefu, tónleika hjá kvennakórnum klukkan fjögur og Eurovisionkvöld í Jónshúsi um áttaleytið. Áfram ÍSLAND!!! Ég er búin að heyra flest lögin og býst við að Svíþjóð vinni og England líklega í öðru. Albanía og Úkraína verða ábyggilega ofarlega líka og Bosnía-Hersegóvinía á líklega eftir annaðhvort að koma skemmtilega á óvart og lenda ofarlega, eða algjörlega að floppa.. það verður ekkert á milli.. En við skjáumst allavega seinna!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?