<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 07, 2004

Furðulegt 

Ótrúlega skrýtið en satt, þá var ég akkurat að hugsa um Reagan í gær. Svo þegar ég kom heim, sá ég á textavarpinu að hann væri dáinn. Það sem ég var að hugsa um var þegar ég beið með familíunni uppá einhverjum hóli þegar hann var að koma ´86 frá flugvellinum og hann rúllaði rúðunni niður þegar hann keyrði framhjá og veifaði okkur. Blessuð sé minning hans.... ...Enívei.. mig langar til að segja ykkur frá nokkrum kaffihúsum sem eru á torgi á Vesterbrogade. Þar eru saman komin fjögur kaffihús/barir sem heita mjög skemmtilegum nöfnum. Ég fór þangað með Svövu og Brynhildi um daginn, á stað sem heitir Obelix. Eða semsagt.. Steinríkur. Þar hinum megin á torginu er bar sem heitir Buddha Bar. Við hliðina á honum er Barbar bar og útí horni er svo Café Skammerkrogen. Mér finnast þetta bara snilldarnöfn og fyndið að þetta sé svona allt í einni klessu. En svo ég haldi áfram að tala um kaffihús, þá fórum við Svava á nýjan íslenskan stað í gær sem heitir Café Jónas. Voða huggulegur staður, með íslenskum málverkum og mátti heyra úr hornunum í Spöðum og Súkkati. Sófinn var líka geðveikt flottur í laginu og ekki nóg með það, þá var hann fjólublár, sem að spillti nú ekki fyrir hjá minni. Ég fékk allaveganna skrifa allavega nafn og símanr. á blað og bað þá um að hafa samband ef það vantaði starfskraft í sumar. En fyrir þá sem langar að kíkja á pleisið, þá fer maður semsagt á Kongens Nytorv. Labbar inn á Store Kongensgade og þá er það fyrsta hliðargata til vinstri. Maður tekur strax eftir skiltinu. Mæli með´essu!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?