<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 25, 2004

Við erum búnir að meika´ða... 

Var að skoða Internet Movie Database og sá að það á að filma fullt af myndum á Íslandi á næsta ári. Þ.á.m. Batman Begins, Beowulf og The Hitchhiker´s guide to the galaxy. Ég hlakka mest til að sjá þessa seinustu. Annars eru myndir sem ég hlakka mest til að sjá þessa dagana Harry Potter III og svo náttla "í takt við tímann" Nýju Stuðmannamyndina (þar sem your´s truly, sést væntanlega taka sporið í tívolíinu) sem kemur líklega út í desember. Kemst ekki enn inná hotmail! :´( snökt.

S.O.S. 

Af einhverjum ástæðum kemst ég ekki inná MSN, Hotmail, eða MSN explorer þessa dagana. Ég hef ekki getað kíkt á e-mailinn minn í ca.3 daga! Er alveg að verða vitlaus. Trúi ekki að mail-adressan mín sé að deyja eftir 6ára gott samstarf. Það væri eins og að flytja. Þessi adressa er í símaskránni og allt! Þannig að ef þið viljið hafa samband.. þá er það bara gemsinn: 0045 25863529, eða snail mail. Og nota bene.. ég skipti um heimilisfang í næstu viku. Framvegis verður það þá: Hrafnhildur Sverrisdóttir (Sunna), Dalslandsgade 8 A-306, 2300 København S .... Annars er allt svona lala að frétta. Er búin að vera með kvef, hósta og smá hita seinustu tvo daga. Bergdís og Svava komu heim á þriðjudaginn frá Tyrklandi og Bergdís er að fara til Íslands í dag til að vinna í kosningunum. Ég gleymdi alltaf að kjósa, en treysti á samlanda mína að velja rétt. Ég hefði kosið miðaldra mann sem á útlenska konu.. Hahh.. þetta passar við alla þrjá. A.m.k. seinast þegar ég vissi var Ástþór með einhverri rússneskri gellu, en það eru samt mörg ár síðan. Gummi, æskuvinur minn er að koma til Danmerkur á sunnudaginn. Ég hlakka til að sjá hann, því ég hef ekki séð hann síðan ég flutti hingað út. Hann ætlar að skella sér á Hróarskeldu með nokkrum öðrum krökkum sem ég þekki. Oliver, Valda, Ingvari, Habbý, Tobba og einhverjum fleirum. En allavega.. ætla að fara að reyna að hrista þetta bölvaða kvef úr mér og komast inná hotmailinn.. Bless í bili!

þriðjudagur, júní 22, 2004

skemmtilegasti dagurinn 

Vaknaði rétt fyrir fimm og dreif mig uppá Øresunds kollegie. Það var veisla hérna heima um kvöldið og allt á undirbúningnum. Ég ætlaði að hitta Sonju og Ýr á Amager Strand, en svo voru þær að fara heim. Höfðu hitt tvo stráka og fengið bílinn lánaðan hjá öðrum þeirra. Ég rölti yfir til þeirra seint og síðar meir og við ákváðum að skella okkur á millaballið. Síðan fórum við að hitta strákana og skila bílnum. Þeir heita Bjarni og Kiddi. Bjarni býr hérna, en Kiddi æskuvinur hans var bara í heimsókn. Bjarni var fínn en ég verð að vera hreinskilin.. ég þoldi þennan Kidda ekki. Við vorum varla komin útúr metro á Christianshavn þegar hann byrjaði að kvarta hvað hann væri svangur. Þegar við settumst inná Casa Mexico var hann dónalegur við þjónana og talað ótrúlega hátt. Hann var nýbúinn að panta þegar hann sagðist ætla á ballið, áður en hann fékk matinn. Síðan tókst okkur nú að fá hann til að bíða til að allir fengju matinn sinn og borðuðu hann. Við röltum svo af stað á ballið og hann kvartaði allan tímann að hann nennti ekki að labba. Meig svo utan í bíl beint fyrir utan veitingastað sem var klósett inná. Loksins komum við og borguðum 200kall inn. Millarnir voru ekki byrjaðir að spila svo við ákváðum að fara á barinn. Síðan stöndum við í smástund með fyrsta bjórinn og svo segist hann vera að fara heim. Mér finnst mjög auðvelt að umgangast flesta, en þenna mann umbar ég hreinlega ekki! Millarnir byrjuðu loksins og við stelpurnar yfirgáfum varla dansgólfið nema rétt að skreppa á klósettið og fara á barinn. Þeir voru æðislegir. Bogomil byrjaði og svo kom Palli seinna. Stelpurnar fóru heim þegar þeir tóku sér hlé um hálfþrjú. Þær voru að fara að vinna klukkan níu daginn eftir. Ég fór og talaði við Ásdísi og Höbbu og þá sem ég þekkti.. Hitti svo Ólöfu.. íslensku gelluna sem á fiskbúðina hérna á horninu. Við föðmuðumst eins og við hefðum alltaf þekkst. Ég fór svo og settist þar sem Ásdís sat og fór að tala við gaurinn sem sat hjá henni. Ég sagðist kannast svo við hann og hann vildi ekkert gefa út á það.. Sagðist bara búa í Svíþjóð og eitthvað, þá sagði vinur hans æjj..láttu ekki svona.. hann er í landsliðinu í fótbolta! Þá var þetta semsagt Auðunn Helgason. Eftir að millarnir hættu að spila fór ég og náði í penna í veskinu mínu og fann einhverja gamla kvittun. Síðan labbaði ég galvösk uppað Bogomil og spurði hvort ég mætti fá eiginhandaráritun. Hann hélt það nú og við löbbuðum uppað næsta borði. Síðan spurði hann hvað ég héti og ég sagði það. Þá skrifaði hann " Sunna! Passa sig á drullunni! Bogomil Font" Útskýringin var sú að hann hefði verið í Parken fyrr um daginn og það hefði einhver pabbi sagt þetta við litlu stelpuna sína sem hafði einmitt heitið Sunna. Á meðan ég var að spjalla við hann, kom Jóel saxafónleikari og kíkti yfir öxlina á honum. Ég spurði hvort ég mætti ekki fá hjá honum líka. Hann sagðist ekki vera neinn merkilegur, en ég lét hann nú ekki komast upp með það. Hann skrifaði hinum megin á kvittunina "..og kúknum! Jóel Páls" hehe.. svo fékk ég líka hjá Páli Óskari, Steingrími og Snorra sem var að spila á trompet með þeim þetta kvöldið. Þessi kvittun mun verða geymd í bómull! Og já.. þó það væri ekki mikið af fólki þarna (kannski 200) þá voru nokkrir þekktir. Frikki Weiss var t.d. þarna og annar bróðirinn í "The Boys" hehe. Ég rölti heim og var komin rúmlega fjögur. Dauðþreytt en glöð.

næsti dagur... 

18.júní 2004: Var að hreinsa alla 280fm íbúðina með Nicolu (þarseinasta aupair) frá 14-21. Þá dreif ég mig til strákanna og sótti símann og fór svo og hitti Sonju og Ýr á Kaffi Jónas. Þar voru Bardukha að spila. Þeir voru búnir að vera að spila inní horni allan tímann, en komu svo og gengu á milli gestanna.. Ýr fór á klóið og haldiði ekki bara að þeir hafi komið til okkar og Hjörleifur, fiðluleikarinn settist á stólinn hennar Ýrar og hinir stóðu hjá og spiluðu. Sonja var aðeins of sein að grípa myndavélina, því miður. Síðan fórum við og kíktum inná WallStreet og við Ýr fengum okkur einn bjór. Sonja var orðin svo þreytt svo þær ákváðu að fara heim. Ég var boðin í partý uppá Amager hjá strák sem heitir Haukur, en þegar ég hringdi voru þau á leiðinni niðrí bæ.. Samt alveg hálftími í þau.. svo ég heyrði í Kidda og þeim og ákvað að kíkja þangað og ætlaði svo aftur niðrí bæ að hitta hina.. Það varð aldrei neitt af því og ég var komin heim undir morgun.

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei! 

17. júní 2004: Var búin að tala við Sonju og Ýr daginn áður og ætlaði í Jónshús með þeim um kvöldið. Þær voru svo þreyttar eftir erfiðan vinnudag, að þær nenntu ekki.. Þá sendi ég Kidda, Völla og Hilla sms og var med det samme boðin í partý þangað. Þeir eiga heima smá spotta frá mér. Þegar þangað kom var einhver sem sagði strax "Hæ Sunna!" og þá var Ingvi, vinur hans Jóa og bróðir Hjartar þar. Ég fór heim eitthvað rétt fyrir tvö og gleymdi símanum mínum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?