<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 28, 2005

Jahér!! 

Ojj.. sit og horfi á "það var lagið" og afhverju.. , já AFHVERJU var Auddi fenginn í þetta??? Maðurinn getur ekkert sungið! Sveppi er þó illskárri.. hann heldur lagi. Hefði frekar viljað sjá Leoncie taka Radio Rapist. En talandi um stjörnur, þá skellti ég mér á Aroma í gær með nokkrum félögum. Skapti Dj (bekkjabróðir í sex ár) var að spila og bauð mér m.a.s. upp á bjór for old times sake. En já.. stjörnur.. Hebbi Guðmunds var staddur á Aroma og að sjálfsögðu vatt ég mér upp að honum og kynnti mig, enda búin að vera í nokkrum partýum fyrir einhverjum árum síðan hjá bræðrum mínum með kjaaallinum. Hátindur söngferils míns var einmitt í einu af þessum partýum, þegar ég tók bakraddir í Can´t walk away meðan hann spilaði það á kassagítar. "No no no no...!" Að syngja fyrir kall drottningarinnar í Danmörku var ekki neitt miðað við þetta! Eftir að ég var búin að segja honum hvar ég hefði hitt hann, sagði hann "já, ég man núna eftir þér! Þú hefur breyst.. til hins betra.." Jamm jamm.. Gaman að heyra. Um hálfþrjú-leytið dró ég Ásgerði yfir á Hansen til að heilsa uppá Gumma og Sunnu. Þau voru bara tvö eftir þar inni, svo við lokkuðum þau yfir á Aroma, enda búnar að lofa að koma aftur. Þar tókum við einn bjór og svo var bara haldið heim á leið. Semsagt.. bara rólegt kvöld í firðinum. ...Ferlega fínt að geta setið frammi með kjöltu-toppinn og bloggað meðan maður glápir á imbann. Þarf ekki einu sinni að standa upp til að fara í tölvuna.. Já maður verður alltaf latari og latari..

sunnudagur, maí 22, 2005

Jæja þá.. 

Hæbb! Danmerkurferðin var æðisleg! Svo gaman að hitta alla aftur!! Þó að sumir hafi reyndar ekki þekkt mig fyrst með stutt hár.. hehe. Ég kom á fimmtudaginn 12. og verslaði slatta.. hitti svo Svövu mína og fór heim til hennar með farangurinn. Um kvöldið kom Bergdís og við fórum á kaffibar sem hetir cafe Castro. Á föstudeginum héldum við Svava svo í bæinn og versluðum meira.. Um kvöldið fór ég svo í bæinn með Bergdísi og 45 ára indverskum vinnufélaga hennar sem heitir Raj. Bara nokkuð hressandi kvöld. Á leiðinni á barinn hitti ég Vigni, sem var að leita að Lalla sínum. Við ákváðum að hittast daginn eftir sem við gerðum og þá var verslað ennþá meira. Síðan kom Svafa vinkona hans og hitti okkur, og svo Svava vinkona mín. Síðan kom Lalli og við fórum fjögur á Tapas bar, því að Svafa þurfti að fara á hljómveitaræfingu. Við Svava pöntuðum okkur paellu.. nammi namm.. Um kvöldið kíkti ég síðan á øresunds kollegie á tónleika hjá Hekkenfeld og hitti kórkrakkana. Tveir sem eru í kórnum eru að spila í hljómsveitinni, sem var bara þrusuþétt. Ég gisti svo hjá Hrafnhildi í herberginu sem ég framleigði af henni seinasta sumar. Við áttum að mæta í Íslendingamessu klukkan tólf daginn eftir til að hita upp og messan byrjaði klukkan eitt. Ég ætlaði að vakna snemma og fara heim til Svövu að skipta um föt, en það vildi ekki betur til en svo að við rumskuðum klukkan tólf og það endaði á að við tókum leigubíl í kirkjuna og hlupum inn á meðan var verið að hringja kirkjuklukkunum. Messan tókst þó nokkuð vel miðað við ástand kórfélaga!!! Um kvöldið fór ég svo á djammið með Svövu, Bergdísi, Maggý vinkonu hennar, sem var í heimsókn frá Íslandi, Raj og Nataliu.. rússneskri stelpu sem leigir hjá honum. Hún var frekar lokuð framan af kveldi en eftir nokkur glös af vodka varð hún aðeins hressari og tók m.a.s. karókí á Sam´s bar. Jibbí kóla!! Mánudeginum eyddum við Svava svo heima allan daginn og Bergdís kíkti aðeins um kvöldið. Á þriðjudaginn kláraði ég að pakka og fór svo á flugvöllinn. Þetta var ótrúlega fín ferð, þó ég hafi saknað krúttsins míns soldið mikið. Yup! Ég náði mér nefnilega í gæja í óvissuferð póstsins þ.4.maí. Hann er sætasti, besti og skemmtilegasti strákur í geimi... Þannig að míns er bara súperhappy þessa dagana. Vona að þið öllsömul séuð hamingjusöm líka. Jamm jamm.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?