<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 13, 2006

Long time no C! 

Hæhæ! Vá, hvað það er langt síðan síðast!! Málið er bara að í þau skipti sem ég kemst í tölvu, er ég oftast í heimsókn einhversstaðar, svo ég kíki bara rétt á hotmailinn og kannski tvær aðrar síður sem mig hefur langað að kíkja á í viku, eða eitthvað.. Síðan.. þegar maður bloggar svona sjaldan, þá getur maður einhvernveginn ekki sagt allt sem manni langar til að segja, því fólk á okkar aldri hefur mjög stutt "attention span" svo hvert blogg má ekki vera of langt. Allavega.. ég flutti inn til Egils í desember.. var búin að búa þar meira og minna í þrjá mánuði en flutti ekki formlega inn fyrr en þarna í des. með allt draslið mitt, því þá flutti strákurinn sem var að leigja með Agli loksins út. Við skötuhjúin erum voða happy í litlu kjallaraíbúðinni okkar. Reyndar á ég eftir að búa ein í rúman mánuð, því að Egill er að fara til Bretlands að túra með hlómsveitinni sem hann er í, núna í lok mánaðarins. Mig langaði ógeðslega að kíkja út, þó ekki væri nema yfir helgi, en við ákváðum að við ættum ekki efni á því. Svo kom það í ljós bara núna á föstudaginn að það verður bara borgað undir okkur kærusturnar til að koma í nokkra daga og heimsækja þá, svo ég er að fara til Englands einhverntímann í apríl! Gaman gaman.. hef aldrei komið þangað áður. Þeir koma svo heim líklega 1.maí, sem er eins gott, því að við eigum árs-afmæli 4.maí. Míns væri nú ekki alveg sátt ef hann væri ekki einu sinni á landinu til að fagna því með mér! Síðan er sumarið algjörlega óráðið.. Mig langar að sjálfsögðu til Danmerkur en það er óvíst að ég komist.. Egill er kannski að fara til Kanada og Færeyja í sumar, og kannski fæ ég að fljóta með, svo það er bara stuð að eilífu. En þangað til næst.. Passið ykkur á bílunum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?